Ingi Þór: Höfum við ekki öllu að tapa? Árni Jóhannsson skrifar 24. október 2019 21:15 Ingi Þór var ekki sáttur þrátt fyrir sigur í kvöld. Vísir/Daníel Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45