Vissi ekki að mamma hennar hefði átt myndir af pabbanum öll þessi ár Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 20:00 Guðrún Andrea Sólveigardóttir fékk svör við spurningum um pabba sinn. Þau voru hins vegar ekki falleg. Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum. „Svo fer ég og hitti mæðgunar og við setjumst niður við eldhúsborðið. Eitt það fyrsta sem ég spyr er: Hvernig er það, eru til einhverjar myndir af honum? Þá svarar þær eiginlega samtímis. Guðrún segir nei og mamma hennar segir já,“ rifjar Sigrún Ósk upp í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. „Ég bara horfði á þær til skiptis. Bara, bíddu við,“ segir Sigrún.Til marks um hvernig málið var vaxið Í ljós kom að Sólveig átti myndir af honum frá því í náminu úti í Bretlandi sem voru vel geymdar í einhverjum kassa. Guðrún hafði aldrei vitað af þeim og mamma hennar gaf sér að Guðrún hefði vitað af þeim. „Mér fannst þetta mjög fróðlegt og þær hlógu mikið að þessu.“ Guðrún segir þetta til marks um hvernig málið liggi. Pabbi hennar hafði engan áhuga á að vita af henni og hún átti sjálf sterkt bakland á Íslandi í fjölskyldu sinni. „Ég bara hef ekkert spurt. Ég hef ekki haft áhuga. Ég átti tvo pabba og vantaði ekkert endilega þriðja,“ hefur Sigrún Ósk eftir Guðrúnu Andreu. Guðrún Andrea fékk að lokum þau svör að faðir hennar væri langt leiddur heróínfíkill og væri í fangelsi á Spáni.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttin má heyra hér að neðan. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum. „Svo fer ég og hitti mæðgunar og við setjumst niður við eldhúsborðið. Eitt það fyrsta sem ég spyr er: Hvernig er það, eru til einhverjar myndir af honum? Þá svarar þær eiginlega samtímis. Guðrún segir nei og mamma hennar segir já,“ rifjar Sigrún Ósk upp í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. „Ég bara horfði á þær til skiptis. Bara, bíddu við,“ segir Sigrún.Til marks um hvernig málið var vaxið Í ljós kom að Sólveig átti myndir af honum frá því í náminu úti í Bretlandi sem voru vel geymdar í einhverjum kassa. Guðrún hafði aldrei vitað af þeim og mamma hennar gaf sér að Guðrún hefði vitað af þeim. „Mér fannst þetta mjög fróðlegt og þær hlógu mikið að þessu.“ Guðrún segir þetta til marks um hvernig málið liggi. Pabbi hennar hafði engan áhuga á að vita af henni og hún átti sjálf sterkt bakland á Íslandi í fjölskyldu sinni. „Ég bara hef ekkert spurt. Ég hef ekki haft áhuga. Ég átti tvo pabba og vantaði ekkert endilega þriðja,“ hefur Sigrún Ósk eftir Guðrúnu Andreu. Guðrún Andrea fékk að lokum þau svör að faðir hennar væri langt leiddur heróínfíkill og væri í fangelsi á Spáni.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttin má heyra hér að neðan.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30
Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44
Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30