Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 22:24 Durek Verrett og Marta Lovísa prinsessa. Mynd/Instagram Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni.
Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26
Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49