Uppbygging neyðarvarna á áhættusvæðum í Malaví Heinsljós kynnir 23. október 2019 12:30 Moses, Kassim og Daud, sjálfboðaliðar í viðbragðsteymi Rauða krossins. RK Malaví hefur ekki farið varhluta af náttúruhamförum síðustu árin en flóð, þurrkar og fellibyljir hafa kostað ófá mannslíf og mikið tjón. Einn helsti áhersluþáttur samstarfs Rauða kross félaganna á Íslandi og í Malaví um þessar mundir er uppbygging sterkra neyðarvarna á helstu áhættusvæðum í Malaví en Rauði krossinn á Íslandi hefur í áraraðir sinnt langtíma þróunarsamstarfi ásamt systurfélagi sínu í Malaví. Í Hjálpinni, tímariti Rauða krossins, segir að náin samvinna Rauða krossins við veðurfræðistofnanir og stjórnvöld í Malaví sé mikilvæg undirstaða neyðarvarna og gefi Rauða krossinum tækifæri til að virkja viðbragðsteymi sín í tæka tíð. Bætt samskiptatækni og sífellt nákvæmari loftslags- og veðurspár geri Rauða krossinum kleift að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum til viðbótar við þær neyðaraðgerðir sem þurfi að framkvæma í kjölfar hamfara. „Það segir sig sjálft að mun betra er að veita fjármagni og hjálpargögnum á hamfarasvæði fyrirfram og vera tilbúin að veita fólki stuðning þegar hamfarirnar skella á, heldur en að koma því á svæðin eftir að neyðin kemur upp,“ segir í Hjálpinni. „Fellibylurinn Idai gerði boð á undan sér með miklu rigningarveðri og sterkum vindhviðum 5. mars, tíu dögum áður en hann reið yfir Malaví. Þá var strax ákveðið að veita fjármagni úr neyðarsjóðum til viðbragðsteyma Rauða krossins á líklegum flóðasvæðum. Vel þjálfaðir sjálfboðaliðar fengu boð um að fara í viðbragðsstöðu. Vopnuð mælistikum, farsímum, trommum og flautum fylgdust þau grannt með aðstæðum. Þegar vatnshæð áa náði upp að hættumörkum gáfu þau viðvörunarmerki og sáu til þess að þorpsbúar náðu að taka mikilvægustu eigur sínar og flýja á rýmingarsvæði. Rauði krossinn var búinn að koma upp neyðarskýlum, mat, salernum og hreinlætisaðstöðu á rýmingarsvæðum áður en fólkið rýmdi þorpin. Þá voru leitar- og björgunarsveitir félagsins virkjaðar til að hjálpa fólki, sem eftir varð, að komast í öryggi.Chimwemme Dibwa, sjálfboðaliði í Chickwawa-héraði í Malaví.RKChikwawa-hérað í sunnanverðu Malaví er eitt fátækasta hérað landsins og eitt þeirra héraða sem hvað verst fór út úr flóðunum. Chimwemwe Dibwa, 44 ára sjálfboðaliði í Chickwawa, hlaut þjálfun neyðarvörnum í fyrra og gekk í í kjölfarið til liðs við viðbragðsteymi Rauða krossins í þorpinu sínu. Þegar rigningarveðrið hóf að magnast í upphafi marsmánaðar fékk hún skilaboð um að fylgjast með vatnshæð Shire-árinnar, sem hún býr við. “Við setjum mælistiku í vatnið og notum litakóða – grænt, gult og rautt. Ef vatnið nær gula litnum vitum við að þá er kominn tími til að vara fólk við,‘‘ segir Chimwemwe. Eins og á Íslandi, felst styrkleiki Rauða krossins í Malaví í starfi deilda á vettvangi, þar sem fólk úr sjálfum þorpunum á verkefnasvæðunum eru sjálfboðaliðar sem koma beint að framkvæmd verkefna í sínu nærumhverfi,“ segir í greininni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Malaví hefur ekki farið varhluta af náttúruhamförum síðustu árin en flóð, þurrkar og fellibyljir hafa kostað ófá mannslíf og mikið tjón. Einn helsti áhersluþáttur samstarfs Rauða kross félaganna á Íslandi og í Malaví um þessar mundir er uppbygging sterkra neyðarvarna á helstu áhættusvæðum í Malaví en Rauði krossinn á Íslandi hefur í áraraðir sinnt langtíma þróunarsamstarfi ásamt systurfélagi sínu í Malaví. Í Hjálpinni, tímariti Rauða krossins, segir að náin samvinna Rauða krossins við veðurfræðistofnanir og stjórnvöld í Malaví sé mikilvæg undirstaða neyðarvarna og gefi Rauða krossinum tækifæri til að virkja viðbragðsteymi sín í tæka tíð. Bætt samskiptatækni og sífellt nákvæmari loftslags- og veðurspár geri Rauða krossinum kleift að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum til viðbótar við þær neyðaraðgerðir sem þurfi að framkvæma í kjölfar hamfara. „Það segir sig sjálft að mun betra er að veita fjármagni og hjálpargögnum á hamfarasvæði fyrirfram og vera tilbúin að veita fólki stuðning þegar hamfarirnar skella á, heldur en að koma því á svæðin eftir að neyðin kemur upp,“ segir í Hjálpinni. „Fellibylurinn Idai gerði boð á undan sér með miklu rigningarveðri og sterkum vindhviðum 5. mars, tíu dögum áður en hann reið yfir Malaví. Þá var strax ákveðið að veita fjármagni úr neyðarsjóðum til viðbragðsteyma Rauða krossins á líklegum flóðasvæðum. Vel þjálfaðir sjálfboðaliðar fengu boð um að fara í viðbragðsstöðu. Vopnuð mælistikum, farsímum, trommum og flautum fylgdust þau grannt með aðstæðum. Þegar vatnshæð áa náði upp að hættumörkum gáfu þau viðvörunarmerki og sáu til þess að þorpsbúar náðu að taka mikilvægustu eigur sínar og flýja á rýmingarsvæði. Rauði krossinn var búinn að koma upp neyðarskýlum, mat, salernum og hreinlætisaðstöðu á rýmingarsvæðum áður en fólkið rýmdi þorpin. Þá voru leitar- og björgunarsveitir félagsins virkjaðar til að hjálpa fólki, sem eftir varð, að komast í öryggi.Chimwemme Dibwa, sjálfboðaliði í Chickwawa-héraði í Malaví.RKChikwawa-hérað í sunnanverðu Malaví er eitt fátækasta hérað landsins og eitt þeirra héraða sem hvað verst fór út úr flóðunum. Chimwemwe Dibwa, 44 ára sjálfboðaliði í Chickwawa, hlaut þjálfun neyðarvörnum í fyrra og gekk í í kjölfarið til liðs við viðbragðsteymi Rauða krossins í þorpinu sínu. Þegar rigningarveðrið hóf að magnast í upphafi marsmánaðar fékk hún skilaboð um að fylgjast með vatnshæð Shire-árinnar, sem hún býr við. “Við setjum mælistiku í vatnið og notum litakóða – grænt, gult og rautt. Ef vatnið nær gula litnum vitum við að þá er kominn tími til að vara fólk við,‘‘ segir Chimwemwe. Eins og á Íslandi, felst styrkleiki Rauða krossins í Malaví í starfi deilda á vettvangi, þar sem fólk úr sjálfum þorpunum á verkefnasvæðunum eru sjálfboðaliðar sem koma beint að framkvæmd verkefna í sínu nærumhverfi,“ segir í greininni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent