Lífið

Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu

Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.
Ég hafði verið að leita að borðskreytingu eða kassa undir borðskreytingu í töluverðan tíma, en aldrei fundið. Eða réttara sagt, ég fann einn í Hagkaup en þegar ég fór daginn eftir og ætlaði að grípa hann þá var hann horfinn, lexían fyrir þann daginn var „aldrei láta góð kaup bíða.“

Þannig að ég hugsaði að fyrst að ég fæ þetta hvergi, þá geri ég þetta bara sjálf. Ég átti þessa risa íspinna úr Tiger og þessar glasamottur úr Rúmfatalagernum, ég átti gráa og hvíta málningu, íspinna í dúkkustærð, og fullt af trélími - allt sem ég þurfti. 

Það eina sem þarf til að gera kassann.Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Ég byrjaði á því að klippa stóru íspinnana til og mála þá og glasamotturnar gráar. 

Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Svo þurrmálaði ég þær hliðar hvítar sem myndu snúa út og væru sýnileg.

Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Svo var komið að þolinmæðinni, trélíminu og dúkku íspinnunum. Ég raðaði öllu upp, setti trélím á brúnirnar, þrýsti þeim saman, setti svo aðeins meira trélím á litlu íspinnana og raðaði þeim ofan á brúnirnar til að festa allt enn betur saman.

Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Svo þegar þetta var allt þornað og fast saman þá límdi ég kassann sjálfan saman. 

Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Ég hafði engar áhyggjur yfir því að hann væri ekki fallegur að innan, vegna þess að það mun ekki sjást þegar ég verð búin að skreyta hann. Og talandi um að skreyta kassann, í næstu viku þá fáið þið að sjá hvað ég útbjó sem skraut. Spennandi ekki satt? 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×