Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2019 10:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Vísir/vilhelm Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð. Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð.
Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00
Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08
Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16