Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 14:44 Þórunn Kristín hittir kólumbíska móður sína í fyrsta skipti. Stöð 2 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira