Fengum fágaða borgara við brotthvarf McDonald's Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 07:00 Curver Thoroddsen framkvæmdi gjörning árið 2003 þar sem hann borðaði ekkert nema hamborgaratilboð. Fyrsti bitinn var tekinn á McDonald's. Fréttablaðið/Hari Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Sjá meira
Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Sjá meira