Tapaði gegn Íslandi fyrr í mánuðinum en var hetjan á Anfield í kvöld í stórkostlegum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 30. október 2019 21:45 Caoimhín Kelleher í eldlínunni í kvöld. vísir/getty Liverpool er komið áfram í átta liða úrslit enska deildarbikarsins eftir sigur á Arsenal í vítaspyrnukeppni eftir stórkostlegan leik á Anfield í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 5-5 og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem ungur Íri var hetjan. Veislan hófst strax á sjöundu mínútu er Shkodran Mustafi gerði sjálfsmark. Einungis þrettán mínútum síðar jafnaði Lucas Torreira hins vegar metin. Arsenal var svo komið í 3-1 stundarfjórðungi síðar með tveimur mörkum frá Gabriel Martinelli en James Milner minnkaði muninn úr vítaspyrnu í 3-2 fyrir hlé.7 - Gabriel Martinelli is the top scoring teenager for a top-five European league club this season, netting seven goals in just seven appearances in all competitions. Advanced. pic.twitter.com/xmC8P36Aoi — OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2019 Flestir héldu að Ainsley Maitland-Niles væri að gera út um leikinn er hann kom Arsenal í 4-2 á 54. mínútu en tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Alex Oxlade-Chamberlain og Divock Origi jafnaði metin fyrir Liverpool. Joe Willock skoraði svo stórkostlegt mark nítján mínútum fyrir leikslok en Liverpool kom til baka og jafnaði metin í uppbótartíma er belginn Origi skoraði annað mark sitt og fimmta mark Liverpool.5 - Liverpool have conceded five goals in a home match for only the second time in the last 66 years, with the other also coming against Arsenal in a 6-3 defeat in the League Cup in January 2007. Breached. pic.twitter.com/0fqYX9rDx6 — OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2019 Tíu marka stórskostleg skemmtun en niðurstaðan 5-5 eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að útkljá úrslitin í vítaspyrnukeppni. Fyrstu sex vítaspyrnurnar fóru í netið áður en Dani Ceballos lét hinn tvítuga markvörð Liverpool, Caoimhín Kelleher, verja frá sér. Caoimhín Kelleher spilaði einmitt með írska U21-árs landsliðinu gegn því íslenska U21-ára landsliðinu fyrr í mánuðinum þar sem Ísland vann 1-0 sigur. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði markið.20 years old. Penalty shoot-out hero. Caoimhín Kelleher. pic.twitter.com/Bp0eoCKv8Z — Squawka News (@SquawkaNews) October 30, 2019 Liverpool er því komið áfram í átta liða úrslit keppninnar. Enski boltinn
Liverpool er komið áfram í átta liða úrslit enska deildarbikarsins eftir sigur á Arsenal í vítaspyrnukeppni eftir stórkostlegan leik á Anfield í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 5-5 og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem ungur Íri var hetjan. Veislan hófst strax á sjöundu mínútu er Shkodran Mustafi gerði sjálfsmark. Einungis þrettán mínútum síðar jafnaði Lucas Torreira hins vegar metin. Arsenal var svo komið í 3-1 stundarfjórðungi síðar með tveimur mörkum frá Gabriel Martinelli en James Milner minnkaði muninn úr vítaspyrnu í 3-2 fyrir hlé.7 - Gabriel Martinelli is the top scoring teenager for a top-five European league club this season, netting seven goals in just seven appearances in all competitions. Advanced. pic.twitter.com/xmC8P36Aoi — OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2019 Flestir héldu að Ainsley Maitland-Niles væri að gera út um leikinn er hann kom Arsenal í 4-2 á 54. mínútu en tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Alex Oxlade-Chamberlain og Divock Origi jafnaði metin fyrir Liverpool. Joe Willock skoraði svo stórkostlegt mark nítján mínútum fyrir leikslok en Liverpool kom til baka og jafnaði metin í uppbótartíma er belginn Origi skoraði annað mark sitt og fimmta mark Liverpool.5 - Liverpool have conceded five goals in a home match for only the second time in the last 66 years, with the other also coming against Arsenal in a 6-3 defeat in the League Cup in January 2007. Breached. pic.twitter.com/0fqYX9rDx6 — OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2019 Tíu marka stórskostleg skemmtun en niðurstaðan 5-5 eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að útkljá úrslitin í vítaspyrnukeppni. Fyrstu sex vítaspyrnurnar fóru í netið áður en Dani Ceballos lét hinn tvítuga markvörð Liverpool, Caoimhín Kelleher, verja frá sér. Caoimhín Kelleher spilaði einmitt með írska U21-árs landsliðinu gegn því íslenska U21-ára landsliðinu fyrr í mánuðinum þar sem Ísland vann 1-0 sigur. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði markið.20 years old. Penalty shoot-out hero. Caoimhín Kelleher. pic.twitter.com/Bp0eoCKv8Z — Squawka News (@SquawkaNews) October 30, 2019 Liverpool er því komið áfram í átta liða úrslit keppninnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti