Lífið

Fólkið á Airwa­ves: Feðgin á flakki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg í Gamla Bíói í gær.
Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg í Gamla Bíói í gær. vísir/hallgerður
Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves.

„Ég fíla það að geta farið með henni á tónleika og verið fram á kvöld. Mér finnst það mjög kúl!“ segir Haraldur. Hann hefur sjálfur farið á hátíðina fimm sinnum áður. „Síðustu skipti hef ég verið „all in“ þessa daga, farið mikið á Off Venue og tekið frí í vinnunni til að fara á Off Venue og svo farið í gegn um prógrammið á kvöldin. Ég er ekki að gera það núna.“

Halldóra segist hafa ákveðið að fara á hátíðina sérstaklega vegna þriggja hljómsveita sem hún einfaldlega gat ekki misst af. „Ég er hérna núna af því það eru alveg þrjú númer sem ég þurfti að fara á. Mér finnst þetta sjúklega gott lineup og ég er sjúklega ánægð með þetta. Gærdagurinn var mjög skemmtilegur og þetta kvöld verður líka mjög gott.“

Það hafi verið Mac DeMarco, sem spilaði á Listasafni Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, Girl in Red, sem spilaði í Gamla Bíói í gær. og Whitney sem munu spila í kvöld.

„Þetta verður löng nótt, við ætlum að fara á eftir og sjá síðasta númerið á Gauknum, sem eru Snapped Ankles. Lýsingin var eitthvað svo ótrúlega heillandi, þetta er listahópur sem er að gera tónlist sem er ógeðslega weird og sviðsframkoma þeirra á að vera mjög eftirminnileg og bara öðruvísi,“ segir Haraldur.

„Nýrri bönd njóta sín meira á Airwaves“

Þau feðgin stefna á að flakka á milli síðasta kvöld hátíðarinnar en þau hyggjast ekki ætla í Valshöllina, þar sem verða stórir tónleikar á laugardagskvöld og munu m.a. Daði Freyr og Of Monsters and Men spila þar. „Á morgun ætlum við bara að flakka, við ætlum ekki að vera í Valshöllinni. Ég er ekki alveg fyrir það, það er aðeins meira ball og aðeins út úr bænum. Ef þú ert þar þá ertu þar bara alveg, eða mér finnst það allavega vera þannig. Við ætlum bara að flakka á milli á morgun.“

„Já, það eru nefnilega nokkur númer sem við viljum alveg sjá sem eru ekki í Valshöllinni sem eru alveg spennandi,“ bætir Halldóra við.

Haraldur segir nýja tónlistarmenn njóta sín vel á hátíðinni, maður verði líka að flakka á milli og leita að því sem maður fílar, frekar en að elta stóru tónlistarmennina. The Magnetics featuring Jack Magnet hljómuðu í bakgrunni á meðan þau spjölluðu við blaðamann í forsalnum.

„Ég þekki Jakob Frímann í allt öðru konsepti heldur en þessu og það sem hann gerir venjulega, það sem ég hef heyrt, er alveg næs, er alveg kúl,“ segir Haraldur og bendir á Jakob Frímann, sem stendur uppi á sviði og framkallar rafmagnaða tóna. „Jakob Frímann... þetta er ekki hátíðin hans Jakobs. Eða mér finnst það ekki sko. Nýrri bönd njóta sín meira hérna. Ég meina, þú ert ekki að spila Búkalú á Airwaves, það er sko 35 ára gamalt lag,“ segir Haraldur hlæjandi.


Tengdar fréttir

Fólkið á Airwa­ves: Upp­lifun há­tíðarinnar felst í því að ramba á nýja tón­list

"Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves.

Fólkið á Airwa­ves: Skemmti­legast að upp­götva nýja tón­listar­menn

Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×