Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 17:00 Yana og Kirill voru mjög spennt fyrir Airwaves. Vísir/Hallgerður Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við. Airwaves Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við.
Airwaves Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira