Hvernig hugmyndir finna fólkið sitt Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 11:00 Korngult hár grá augu Sjón Útgefandi: JPV Blaðsíður: 117Hvað mótar mann og gerir hann að sjálfum sér og hvernig hættulegar hugmyndir finna fólkið sitt er viðfangsefni Sjóns í þessari bók. Hún spannar stutt og snarpt lífshlaup hins norsk- íslenska Gunnars Pálssonar Kampen sem nær 24 ára aldri áður en hann finnst látinn um borð í lest í Bretlandi árið 1962. Bókin byrjar á þessu en svo er líf hans rakið í þremur bókarhlutum, sá fyrsti er samsettur úr æskuminningum Gunnars og leiddar að því líkur að það séu þær minningar og upplifanir sem helst móta hann og þá stefnu sem hann tekur í lífinu, miðhlutinn er bréf frá Gunnari til nokkurra lykilpersóna í lífi hans og lokin segja frá síðustu ævidögum hans og aðdraganda þess að hann finnst í lestinni. Titill bókarinnar, Korngult hár grá augu, er svo lýsing lögreglumannanna á líki hans. Við kynnumst Gunnari þannig á þrennan hátt, í minningum hans sem við sjáum líkt og kvikmynd, bréfum þar sem við kynnumst því sem hann hugsar og hvernig hann vill að aðrir sjái hann og svo sjáum við hann eins fullnustaðan og hann verður síðustu ævidagana. Hinn rauði þráður er ástríða Gunnars fyrir nasisma, ástríða sem verður honum allt. Í henni finnur hann tilgang og samastað, hann finnur fyrirmyndir í norskum ættmennum sem voru handgengin Þjóðverjum á hernámsárunum og hann leggur síðustu andartökin í sölurnar fyrir málstaðinn. Sjón hefur margsýnt sína fínpússuðu stílgáfu og hennar gætir einnig hér. Bókin er stutt í orðum talið en hvert orð er valið af nákvæmni , setningar meitlaðar gaumgæfilega og málsgreinum raðað saman þannig að söguheimurinn er dýpri en sést, það eru vísbendingar út um allt og ekkert af tilviljun. Áherslan er þó mest á frásögnina, kannski á kostnað sögunnar, ekki eru felldir dómar sem veldur því að Gunnar sem persóna er í forgrunni en síður það sem hann stendur fyrir. Gunnar Kampen er byggður á manni sem var til og ýmsar persónur sem voru til í raunveruleikanum koma við sögu hans, sögu sem virkar svo ótrúleg í ljósi þess hve stutt er frá lokum síðari heimsstyrjaldar þegar sagan gerist og sem kallast á við þann óhugnanlega raunveruleika að nasismi er í dag á uppleið í heiminum. Þær aðferðir sem Gunnar nýtir til að afla hugmyndum sínum fylgis eru við lýði enn í dag og Sjón bendir á að ærin ástæða er til að vera á varðbergi og gefa þessum samtökum gaum. Þannig má segja að í bókinni sé aðvörunarbjalla en sem slík kannski ekki nógu hvell.NIÐURSTAÐA: Eftirminnileg bók um það sem mótar einstakling og hvernig hugmyndir finna fólkið sitt. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Lífið Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Korngult hár grá augu Sjón Útgefandi: JPV Blaðsíður: 117Hvað mótar mann og gerir hann að sjálfum sér og hvernig hættulegar hugmyndir finna fólkið sitt er viðfangsefni Sjóns í þessari bók. Hún spannar stutt og snarpt lífshlaup hins norsk- íslenska Gunnars Pálssonar Kampen sem nær 24 ára aldri áður en hann finnst látinn um borð í lest í Bretlandi árið 1962. Bókin byrjar á þessu en svo er líf hans rakið í þremur bókarhlutum, sá fyrsti er samsettur úr æskuminningum Gunnars og leiddar að því líkur að það séu þær minningar og upplifanir sem helst móta hann og þá stefnu sem hann tekur í lífinu, miðhlutinn er bréf frá Gunnari til nokkurra lykilpersóna í lífi hans og lokin segja frá síðustu ævidögum hans og aðdraganda þess að hann finnst í lestinni. Titill bókarinnar, Korngult hár grá augu, er svo lýsing lögreglumannanna á líki hans. Við kynnumst Gunnari þannig á þrennan hátt, í minningum hans sem við sjáum líkt og kvikmynd, bréfum þar sem við kynnumst því sem hann hugsar og hvernig hann vill að aðrir sjái hann og svo sjáum við hann eins fullnustaðan og hann verður síðustu ævidagana. Hinn rauði þráður er ástríða Gunnars fyrir nasisma, ástríða sem verður honum allt. Í henni finnur hann tilgang og samastað, hann finnur fyrirmyndir í norskum ættmennum sem voru handgengin Þjóðverjum á hernámsárunum og hann leggur síðustu andartökin í sölurnar fyrir málstaðinn. Sjón hefur margsýnt sína fínpússuðu stílgáfu og hennar gætir einnig hér. Bókin er stutt í orðum talið en hvert orð er valið af nákvæmni , setningar meitlaðar gaumgæfilega og málsgreinum raðað saman þannig að söguheimurinn er dýpri en sést, það eru vísbendingar út um allt og ekkert af tilviljun. Áherslan er þó mest á frásögnina, kannski á kostnað sögunnar, ekki eru felldir dómar sem veldur því að Gunnar sem persóna er í forgrunni en síður það sem hann stendur fyrir. Gunnar Kampen er byggður á manni sem var til og ýmsar persónur sem voru til í raunveruleikanum koma við sögu hans, sögu sem virkar svo ótrúleg í ljósi þess hve stutt er frá lokum síðari heimsstyrjaldar þegar sagan gerist og sem kallast á við þann óhugnanlega raunveruleika að nasismi er í dag á uppleið í heiminum. Þær aðferðir sem Gunnar nýtir til að afla hugmyndum sínum fylgis eru við lýði enn í dag og Sjón bendir á að ærin ástæða er til að vera á varðbergi og gefa þessum samtökum gaum. Þannig má segja að í bókinni sé aðvörunarbjalla en sem slík kannski ekki nógu hvell.NIÐURSTAÐA: Eftirminnileg bók um það sem mótar einstakling og hvernig hugmyndir finna fólkið sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Lífið Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira