Íslandi gert hátt undir höfði í nýrri HeForShe skýrslu Heimsljós kynnir 6. nóvember 2019 11:30 Forsíða skýrslunnar Un Women Íslandi er gert hátt undir höfði í nýrri ársskýrslu HeForShe hreyfingar UN Women. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er meðal tíu þjóðarleiðtoga sem eru sérstakir forsvarsmenn HeForShe. Í skýrslunni segir Guðni meðal annars að kynjajafnrétti sé ekki aðeins grundvallar mannréttindi heldur undirstaða þess að byggja upp betra samfélag. „Samfélag sem leitast ekki við að ná kynjajafnrétti er óréttlátt, ófullkomið og óskilvirkt. Á Íslandi höfum við komist að því að kynjajafnrétti kemur ekki fyrirhafnarlaust. Samstilltar aðgerðir eru nauðsynlegar, aðgerðir allra, ekki síst karla og stráka,“ segir forsetinn. Í kaflanum um Ísland er meðal annars viðtal við Kristinn Óla Haraldsson, öðru nafni Króla, nítján ára hip-hop tónlistaramann sem var einn tólf íslenskra karla sem tóku þátt í áhrifamiklu verkefni UN Women á Íslandi á síðasta ári þar sem þeir óundirbúnir lásu sanna frásögn af kynbundnu ofbeldi – en vissu ekki að konan sem rétti þeim handritið var konan sem brotið var á (sjá myndband).Í ársskýrslunni „2019 Impact Report“ er að finna yfirlit yfir árangur herferðarinnar sem hefur það að leiðarljósi að virkja karlmenn í baráttunni fyrir kynjajafnrétti í heiminum. Rúmlega þrjátíu leiðtogar á alþjóðavísu eru í forsvari fyrir HeForShe, meðal annars þjóðhöfðingar, forstjórar stórfyrirtækja og forystumenn í fræðasamfélaginu „Jafnrétti og réttindi kvenna eru grundvallaratriði þegar horft er til framþróunar í heiminum. Undanfarna áratugi höfum við séð ótrúlegar framfarir varðandi réttindi og forystu kvenna á ýmsum sviðum en þessi ávinningur er fjarri því að vera stöðugur og raunar fjölgar þeim tilvikum, að þeir sem telja forréttindum sínum ógnað, bregðist við með neikvæðum hætti,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála ársskýrslunnar. Hann segir ástæðuna vera þá að kynjajafnrétti sé í grunninn spurning um völd. „Þegar við gerum okkur fulla grein fyrir því að við búum í heimi þar sem karlar ráða ferðinni í karllægri menningu og sjáum kvenréttindi sem leið til breytinga öllum til heilla, þá fyrst munum við sjá hraðari framþróun,“ segir Guterres.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent
Íslandi er gert hátt undir höfði í nýrri ársskýrslu HeForShe hreyfingar UN Women. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er meðal tíu þjóðarleiðtoga sem eru sérstakir forsvarsmenn HeForShe. Í skýrslunni segir Guðni meðal annars að kynjajafnrétti sé ekki aðeins grundvallar mannréttindi heldur undirstaða þess að byggja upp betra samfélag. „Samfélag sem leitast ekki við að ná kynjajafnrétti er óréttlátt, ófullkomið og óskilvirkt. Á Íslandi höfum við komist að því að kynjajafnrétti kemur ekki fyrirhafnarlaust. Samstilltar aðgerðir eru nauðsynlegar, aðgerðir allra, ekki síst karla og stráka,“ segir forsetinn. Í kaflanum um Ísland er meðal annars viðtal við Kristinn Óla Haraldsson, öðru nafni Króla, nítján ára hip-hop tónlistaramann sem var einn tólf íslenskra karla sem tóku þátt í áhrifamiklu verkefni UN Women á Íslandi á síðasta ári þar sem þeir óundirbúnir lásu sanna frásögn af kynbundnu ofbeldi – en vissu ekki að konan sem rétti þeim handritið var konan sem brotið var á (sjá myndband).Í ársskýrslunni „2019 Impact Report“ er að finna yfirlit yfir árangur herferðarinnar sem hefur það að leiðarljósi að virkja karlmenn í baráttunni fyrir kynjajafnrétti í heiminum. Rúmlega þrjátíu leiðtogar á alþjóðavísu eru í forsvari fyrir HeForShe, meðal annars þjóðhöfðingar, forstjórar stórfyrirtækja og forystumenn í fræðasamfélaginu „Jafnrétti og réttindi kvenna eru grundvallaratriði þegar horft er til framþróunar í heiminum. Undanfarna áratugi höfum við séð ótrúlegar framfarir varðandi réttindi og forystu kvenna á ýmsum sviðum en þessi ávinningur er fjarri því að vera stöðugur og raunar fjölgar þeim tilvikum, að þeir sem telja forréttindum sínum ógnað, bregðist við með neikvæðum hætti,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála ársskýrslunnar. Hann segir ástæðuna vera þá að kynjajafnrétti sé í grunninn spurning um völd. „Þegar við gerum okkur fulla grein fyrir því að við búum í heimi þar sem karlar ráða ferðinni í karllægri menningu og sjáum kvenréttindi sem leið til breytinga öllum til heilla, þá fyrst munum við sjá hraðari framþróun,“ segir Guterres.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent