Karítas var ranglega greind með mígreni sem reyndist vera ólæknandi heilaæxli Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2019 10:30 Karítas hugsar um að ná fullri heilsu og hefur jákvæðnina að vopni út í framtíðina . Heimilislæknirinn sagði henni að hún væri bara með slæmt mígreni. Þegar fjölskylda Karítasar Björgúlfsdóttur heimtaði frekari rannsóknir kom í ljós að hún var með ólæknandi heilaæxli. Í heilauppskurði var helmingur æxlisins, sem var á stærð við tómat, fjarlægður. Eftir krabbameinsmeðferðina er Karítas í bata. Hún var reið þegar í ljós kom að hún hefði verið ranglega greind en ákvað síðan að tækla þetta með jákvæðnina að leiðarljósi. Vala Matt hitti Karítas í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði að fá sjóntruflanir og höfuðverkjaköst þegar ég var í fæðingarorlofi með dóttir mína. Þá var ég þrítug og leitaði læknishjálpar og var í framhaldinu greint með mígreni,“ segir Karítas en höfuðverkirnir fóru síðan í framhaldinu að ágerast. „Síðan byrja ég í meistaranámi 2014 og höfuðverkirnir jukust og þá sérstakleg undir mikilli pressu. Þá var ég að fá rosalega mikið af verkjalyfjum sem voru ekkert að virka vel á mig. Ég átti samt ekki að taka mikið magn. Síðan gerist það að ég fæ rosalega slæmt kast og vill maðurinn minn láta skoða mig. Ég var ekkert rosalega mikið til í það en hann hafði mikla áhyggjur og pabbi minn og mamma líka svo ég ákvað að fara.“Karítas lítur björtum augum á framtíðina.Hún segir að læknirinn hafi reynt að sannfæra hana um að þetta væri mjög slæmt kast en maðurinn hennar hafi sagt við hana að yfirgefa ekki stofuna fyrr en hún fengi myndatöku. „Sem betur fer fer ég í myndatöku og læknirinn þurfti síðan að tilkynna mér með tárin í augunum að það hefði eitthvað fundist. Það var ekki strax vitað hvað þetta væri og í framhaldinu tekur heilaskurðlæknir við mér og planar heilaskurð. Eftir aðgerðina getur hann gefið út greiningu og í ljós kemur að þetta er illkynja heilaæxli. Þetta var alveg á stærð við tómat.“ Karítas segir að æxlið hafi vera til staðar í allavega fimm ár. „Ég var reið yfir því að vera með krabbamein því ég hugsaði alltaf að þetta myndi aldrei gerast fyrir mig. Svo var mér sagt að ég væri með ólæknandi krabbamein og það er rosalega erfitt að fá að heyra það. Ég ákvað að reyna tækla þetta af jákvæðni og reyna gera allt sem ég get til að reyna losna við þetta, sem ég gerði.“ Hún segist hafa hugsað mjög vel um sig síðan hún var 25 ára og þá sérstaklega í sambandi við hreyfingu.Karítas með dóttur sinni rétt eftir heilaskurð.„Þegar ég greinist fyrir um ári síðan var ég eiginlega í besta formi lífs míns. Sem betur fer því það hefur hjálpað mér. Fólk í sömu stöðu og ég og er að taka nákvæmlega sömu lyf líður miklu verr. Ég hef verið að gera eitthvað rétt.“ Karítas segir að sumir hjúkrunarfræðingarnir hafi byrjað að undirbúa hana fyrir dauðann. „Það var svo svakalegt og ég var komin með líknateymi í janúar þegar ég er búinn í lyfja og geislameðferðinni. Þá förum ég og systir mín til Tenerife í svona lúxusferð sem var rosalega næs. Við tókum heila viku og gerðum bara ekkert. Síðan þegar það voru tveir dagar eftir hringir hjúkrunarfræðingur í mig og biður mig um að svara nokkrum spurningum. Ég bað um að fá að fresta því framyfir ferðina og það var ekkert mál. Hún segir síðan við mig undir lok símtalsins að ég þyrfti síðan að koma á fund með líknateyminu mínu þegar ég kæmi til baka.“ Hún segir að þetta símtal hafi verið mikið sjokk. „Er ég að fara deyja? Hún var eiginlega að láta það í ljós. Þetta tekur alveg svona tvo tíma sem ég er alveg miður mín að skemmta mér úti á Tenerife. Af hverju gat hún ekki sagt þetta við mig í næstu viku? Svo náði ég að gleyma þessu og fór að hitta líknateymið. Það var reyndar bara ein kona og hún spurði mig hvernig þetta lagðist allt saman í mig. Ég svaraði, hvað ertu að meina? Leggst hvað í mig? Hún gat ekki sagt það og þá sagði ég, að ég sé að fara deyja? og var svona frekar reið. Ég man ekki alveg hvað hún sagði en þetta var mjög skrýtið viðtal.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Heimilislæknirinn sagði henni að hún væri bara með slæmt mígreni. Þegar fjölskylda Karítasar Björgúlfsdóttur heimtaði frekari rannsóknir kom í ljós að hún var með ólæknandi heilaæxli. Í heilauppskurði var helmingur æxlisins, sem var á stærð við tómat, fjarlægður. Eftir krabbameinsmeðferðina er Karítas í bata. Hún var reið þegar í ljós kom að hún hefði verið ranglega greind en ákvað síðan að tækla þetta með jákvæðnina að leiðarljósi. Vala Matt hitti Karítas í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði að fá sjóntruflanir og höfuðverkjaköst þegar ég var í fæðingarorlofi með dóttir mína. Þá var ég þrítug og leitaði læknishjálpar og var í framhaldinu greint með mígreni,“ segir Karítas en höfuðverkirnir fóru síðan í framhaldinu að ágerast. „Síðan byrja ég í meistaranámi 2014 og höfuðverkirnir jukust og þá sérstakleg undir mikilli pressu. Þá var ég að fá rosalega mikið af verkjalyfjum sem voru ekkert að virka vel á mig. Ég átti samt ekki að taka mikið magn. Síðan gerist það að ég fæ rosalega slæmt kast og vill maðurinn minn láta skoða mig. Ég var ekkert rosalega mikið til í það en hann hafði mikla áhyggjur og pabbi minn og mamma líka svo ég ákvað að fara.“Karítas lítur björtum augum á framtíðina.Hún segir að læknirinn hafi reynt að sannfæra hana um að þetta væri mjög slæmt kast en maðurinn hennar hafi sagt við hana að yfirgefa ekki stofuna fyrr en hún fengi myndatöku. „Sem betur fer fer ég í myndatöku og læknirinn þurfti síðan að tilkynna mér með tárin í augunum að það hefði eitthvað fundist. Það var ekki strax vitað hvað þetta væri og í framhaldinu tekur heilaskurðlæknir við mér og planar heilaskurð. Eftir aðgerðina getur hann gefið út greiningu og í ljós kemur að þetta er illkynja heilaæxli. Þetta var alveg á stærð við tómat.“ Karítas segir að æxlið hafi vera til staðar í allavega fimm ár. „Ég var reið yfir því að vera með krabbamein því ég hugsaði alltaf að þetta myndi aldrei gerast fyrir mig. Svo var mér sagt að ég væri með ólæknandi krabbamein og það er rosalega erfitt að fá að heyra það. Ég ákvað að reyna tækla þetta af jákvæðni og reyna gera allt sem ég get til að reyna losna við þetta, sem ég gerði.“ Hún segist hafa hugsað mjög vel um sig síðan hún var 25 ára og þá sérstaklega í sambandi við hreyfingu.Karítas með dóttur sinni rétt eftir heilaskurð.„Þegar ég greinist fyrir um ári síðan var ég eiginlega í besta formi lífs míns. Sem betur fer því það hefur hjálpað mér. Fólk í sömu stöðu og ég og er að taka nákvæmlega sömu lyf líður miklu verr. Ég hef verið að gera eitthvað rétt.“ Karítas segir að sumir hjúkrunarfræðingarnir hafi byrjað að undirbúa hana fyrir dauðann. „Það var svo svakalegt og ég var komin með líknateymi í janúar þegar ég er búinn í lyfja og geislameðferðinni. Þá förum ég og systir mín til Tenerife í svona lúxusferð sem var rosalega næs. Við tókum heila viku og gerðum bara ekkert. Síðan þegar það voru tveir dagar eftir hringir hjúkrunarfræðingur í mig og biður mig um að svara nokkrum spurningum. Ég bað um að fá að fresta því framyfir ferðina og það var ekkert mál. Hún segir síðan við mig undir lok símtalsins að ég þyrfti síðan að koma á fund með líknateyminu mínu þegar ég kæmi til baka.“ Hún segir að þetta símtal hafi verið mikið sjokk. „Er ég að fara deyja? Hún var eiginlega að láta það í ljós. Þetta tekur alveg svona tvo tíma sem ég er alveg miður mín að skemmta mér úti á Tenerife. Af hverju gat hún ekki sagt þetta við mig í næstu viku? Svo náði ég að gleyma þessu og fór að hitta líknateymið. Það var reyndar bara ein kona og hún spurði mig hvernig þetta lagðist allt saman í mig. Ég svaraði, hvað ertu að meina? Leggst hvað í mig? Hún gat ekki sagt það og þá sagði ég, að ég sé að fara deyja? og var svona frekar reið. Ég man ekki alveg hvað hún sagði en þetta var mjög skrýtið viðtal.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira