Klósett er munaður þeirra efnameiri í heiminum Heimsljós kynnir 19. nóvember 2019 12:45 Eitt af mörgum almenningssalernum sem reist hafa verið í Buikwe, Úganda, fyrir íslenskt þróunarfé. Hreint neysluvatn, viðunandi salernisaðstaða og hreinlæti eru samofnir þættir í verkefnum sem unnin eru fyrir ísenskt þróunarfé í samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda. Í Mósambík hafa Íslendingar verið í samstarfi við UNICEF um stórt verkefni á þessu sviði í Zimbezíu fylki og unnið er að öðru stóru verkefni í vatns- og salernismálum með UNICEF í Tombo, Síerra Leóne. Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn, World Toilet Day, og Sameinuðu þjóðirnar segja skýrt og greinilega: aðgangur að salerni getur bjargað hundruð milljóna mannslífa ár hvert. Upplýsingaveita Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að á alþjóðlega salernisdeginum 19. nóvember sé ástæða til að minna á vanda sem margir hafi tilhneigingu til að leiða hjá sér. Í dag lifi 4,2 milljarðar manna án þess að hafa aðgang að lágmarks öruggri salernisaðstöðu. Af þeim þurfi 673 milljónir að ganga örna sinna undir beru lofti og þrjár milljónir njóti ekki aðstöðu til að þvo sér um hendur.Sjötta heimsmarkmiðið felst í því að tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu. UNRIC segir örugg hreinlætisaðstaða þýði að hver og einn þurfi ekki að deila salernis- og hreinlætisaðstöðu með öðrum heimilum og tryggt sé að fólk komist ekki í snertingu við saur. Í fréttinni segir einnig að ófullnægjandi salernisaðstaða hafi í för með sér að sjúkdómar berast úr óunnum mannlegum úrgangi í vatnsból og inn í fæðukeðjuna og þar með til milljarða manna. Talið sé að tveir milljarðar manna á heimsvísu verði að sætta sig við drykkjarvatn sem mengað er mannasauri vegna skorts á salernum og hreinlæti.„Salernisskortur er talinn valda 432 þúsund dauðsföllum úr niðurgangspestum á ári og hann er stór orsakavaldur í útbreiðslu innvortis orma, egypsks augnkvefs og blóðögðuveiki. Talið er að 297 þúsund börn undir fimm ára aldri látist af völdum niðurgangspesta sem rætur eiga að rekja til óheilnæms drykkjarvatns og skorts á salernis- og hreinlætisaðstöðu. Fátækt fólk og aðrir sem höllum fæti standa, eru mun líklegri til að fylla þann flokk sem ekki hefur aðgang að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu,“ segir í fréttinni. Myndbandið er tekið í Buikwe, samstarfshéraði Íslendinga í Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Malaví Mósambík Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent
Hreint neysluvatn, viðunandi salernisaðstaða og hreinlæti eru samofnir þættir í verkefnum sem unnin eru fyrir ísenskt þróunarfé í samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda. Í Mósambík hafa Íslendingar verið í samstarfi við UNICEF um stórt verkefni á þessu sviði í Zimbezíu fylki og unnið er að öðru stóru verkefni í vatns- og salernismálum með UNICEF í Tombo, Síerra Leóne. Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn, World Toilet Day, og Sameinuðu þjóðirnar segja skýrt og greinilega: aðgangur að salerni getur bjargað hundruð milljóna mannslífa ár hvert. Upplýsingaveita Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að á alþjóðlega salernisdeginum 19. nóvember sé ástæða til að minna á vanda sem margir hafi tilhneigingu til að leiða hjá sér. Í dag lifi 4,2 milljarðar manna án þess að hafa aðgang að lágmarks öruggri salernisaðstöðu. Af þeim þurfi 673 milljónir að ganga örna sinna undir beru lofti og þrjár milljónir njóti ekki aðstöðu til að þvo sér um hendur.Sjötta heimsmarkmiðið felst í því að tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu. UNRIC segir örugg hreinlætisaðstaða þýði að hver og einn þurfi ekki að deila salernis- og hreinlætisaðstöðu með öðrum heimilum og tryggt sé að fólk komist ekki í snertingu við saur. Í fréttinni segir einnig að ófullnægjandi salernisaðstaða hafi í för með sér að sjúkdómar berast úr óunnum mannlegum úrgangi í vatnsból og inn í fæðukeðjuna og þar með til milljarða manna. Talið sé að tveir milljarðar manna á heimsvísu verði að sætta sig við drykkjarvatn sem mengað er mannasauri vegna skorts á salernum og hreinlæti.„Salernisskortur er talinn valda 432 þúsund dauðsföllum úr niðurgangspestum á ári og hann er stór orsakavaldur í útbreiðslu innvortis orma, egypsks augnkvefs og blóðögðuveiki. Talið er að 297 þúsund börn undir fimm ára aldri látist af völdum niðurgangspesta sem rætur eiga að rekja til óheilnæms drykkjarvatns og skorts á salernis- og hreinlætisaðstöðu. Fátækt fólk og aðrir sem höllum fæti standa, eru mun líklegri til að fylla þann flokk sem ekki hefur aðgang að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu,“ segir í fréttinni. Myndbandið er tekið í Buikwe, samstarfshéraði Íslendinga í Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Malaví Mósambík Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent