Alþjóðlegur jafnlaunadagur að frumkvæði Íslands Heimsljós kynnir 18. nóvember 2019 09:00 Helen Inga Von Ernst er fulltrúi Íslands í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna Ályktun um alþjóðlegan jafnlaunadag, sem Ísland var í forystu fyrir, var á föstudag samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Auk Íslands stóðu sjö ríki að ályktuninni, Ástralía, Kanada, Nýja Sjáland, Panama, Suður-Afríka, Sviss og Þýskaland. Um hundrað ríki til viðbótar voru meðflytjendur að ályktuninni sem sýnir mjög breiðan stuðning við málefnið.„Íslensk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir jafnlaunastefnu á alþjóðavettvangi í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er stór áfangi að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákveði að vekja athygli á mikilvægi launajafnréttis með þessum hætti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherrar. „Alþjóðadagar sem þessir hafa reynst vel til þess að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægum málefnum og við vonumst auðvitað til þess að svo verði einnig með þennan dag.“ Um er að ræða nýja ályktun, en öll ríkin sem stóðu að ályktunni eru einnig hluti af alþjóðlegum samtökum ríkja um að tryggja jöfn laun (e. Equal Pay International Coalition). Ályktunin tilgreinir 18. september sem alþjóðlegan jafnlaunadag sem haldinn verður árlega. Markmið alþjóðadagsins verður að vekja athygli á aðgerðum sem ráðist hefur verið í og stuðla að jöfnum launum, og hvetja til frekari aðgerða til að ná markmiði um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafna vinnu sem áttunda Heimsmarkmið SÞ tekur sérstaklega til. Ályktunin rekur upphaf sitt til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf sem, fyrir tilstilli Íslands og fleiri ríkja, samþykkti í júlí sl. einróma ályktun um jöfn laun til handa konum og körlum.Ræða Helenar Ingu Von Ernst, sendiráðsritara.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Jafnréttismál Þróunarsamvinna Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Ályktun um alþjóðlegan jafnlaunadag, sem Ísland var í forystu fyrir, var á föstudag samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Auk Íslands stóðu sjö ríki að ályktuninni, Ástralía, Kanada, Nýja Sjáland, Panama, Suður-Afríka, Sviss og Þýskaland. Um hundrað ríki til viðbótar voru meðflytjendur að ályktuninni sem sýnir mjög breiðan stuðning við málefnið.„Íslensk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir jafnlaunastefnu á alþjóðavettvangi í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er stór áfangi að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákveði að vekja athygli á mikilvægi launajafnréttis með þessum hætti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherrar. „Alþjóðadagar sem þessir hafa reynst vel til þess að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægum málefnum og við vonumst auðvitað til þess að svo verði einnig með þennan dag.“ Um er að ræða nýja ályktun, en öll ríkin sem stóðu að ályktunni eru einnig hluti af alþjóðlegum samtökum ríkja um að tryggja jöfn laun (e. Equal Pay International Coalition). Ályktunin tilgreinir 18. september sem alþjóðlegan jafnlaunadag sem haldinn verður árlega. Markmið alþjóðadagsins verður að vekja athygli á aðgerðum sem ráðist hefur verið í og stuðla að jöfnum launum, og hvetja til frekari aðgerða til að ná markmiði um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafna vinnu sem áttunda Heimsmarkmið SÞ tekur sérstaklega til. Ályktunin rekur upphaf sitt til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf sem, fyrir tilstilli Íslands og fleiri ríkja, samþykkti í júlí sl. einróma ályktun um jöfn laun til handa konum og körlum.Ræða Helenar Ingu Von Ernst, sendiráðsritara.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Jafnréttismál Þróunarsamvinna Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent