Norrænar þjóðir vilja styðja uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Eþíópíu Heimsljós kynnir 12. nóvember 2019 11:15 Corbetti jarðhitavirkjunin í Eþíópíu. Nýting norrænna lausna á sviði endurnýjanlegrar orku í þágu íbúa Eþíópíu var umræðuefni nýafstaðinnar ráðstefnu í Addis Ababa þar sem Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Kampala flutti opnunarræðuna. Fulltrúar allra norrænu þjóðanna lýstu sig reiðubúna að aðstoða stjórnvöld í Eþíópíu við að auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum, en norrænu þjóðirnar búa allar yfir mikilli reynslu á því sviði. Unnur nefndi í erindi sínu að aðeins 35% íbúa Afríku hefðu aðgengi að rafmagni og ljóst væri að þjóðir Afríku stæðu frammi fyrir miklum áskorunum að auka rafvæðingu í álfunni. Hún minnti á að forsætisráðherrar Norðurlandanna hefðu sett á laggirnar verkefnið „Norrænar orkulausnir" (Nordic Energy Solutions) einmitt í þeim tilgangi að deila með öðrum þjóðum tækniþekkingu norrænu þjóðanna á sviði endurnýjanlegrar orku til þeirra þjóða sem kalla eftir slíkri þekkingu.Norrænar orkulausnir eru hluti af enn stærra verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum (Nordic Solutions to Global Challenges) eru kynntar til leiks. Um er að ræða sameiginlegt norrænt átak til að styðja ríki utan Norðurlanda að ná heimsmarkmiðunum. Unnur sagði enn fremur að margar fjárfestingastofnanir væru starfandi á Norðurlöndunum sem gætu komið að orkuverkefnum eins og Norræni þróunarbankinn (NDF), Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og Norræni fjárfestingabankinn (NIB). „Norræn fyrirtæki sækjast eftir því að flytja út tækniþekkingu sína og lausnir en áhættan er oft stóra hindrunin og hún getur bæði verið af pólitískum og efnahagslegum toga," sagði Unnur. Íslendingar hafa, líkt og íslenski sendiherrann benti á, verið umsvifamiklir í Eþíópíu við innleiðingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu en íslenska fyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur um árabil verið með samninga við stjórnvöld í landinu um byggingu jarðvarmavirkjana með stuðningi alþjóðlegra fjárfesta.Jón Örn Jónsson, umdæmisstjóri Reykjavík Geothermal, tók þátt í pallborðsumræðum og hann lagði áherslu á fjölbreytta nýtingarmöguleika og stöðugleika jarðvarmans sem orkugjafa. "Í Eþíópíu er mikil fátækt og það skiptir máli að geta skapað störf. Bein nýting jarðhita er nánast óþekkt í Austur Afríku en er engu að síður eitthvað sem við á Íslandi höfum skapað okkur ákveðna sérþekkingu í. Þessa sérþekkingu eigum við að leggja áherslu á að miðla." Frehiwot Woldehanna, ráðherra orkumála í Eþíópíu, sagði í ræðu sinni að Reykjavik Geothermal hefði verið fyrsta einkafyrirtækið í orkugeiranum sem hefði eþíópísk stjórnvöld hefðu gert samning við. Tvær jarðvarmavirkjanir væru í smíðum á vegum þeirra, Corbetti og Tulu Moye, hvor um sig með framleiðslugetu upp á 500 MW. „Við erum sem þjóð sammála því að grundvallar breytingar eru nauðsynlegar til þess að tryggja sjálfbærari heim. Endurnýjanleg orka er nauðsynleg til að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og tryggja aðgengi að hagkvæmri, áreiðanlegri, sjálfbærri og nútímalegri orku fyrir alla," sagði ráðherrann. Hann bætti við að samkvæmt áætlun stjórnvalda ættu allir íbúar Eþíópíu að vera komnir með rafmagn árið 2025. Aðeins 33% þjóðarinnar eru sem stendur með rafmagn á landsneti. Auk jarðvarma eru miklir möguleikar á orkusviðinu í sól, vatni, vindi og lífmassa.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Eþíópía Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent
Nýting norrænna lausna á sviði endurnýjanlegrar orku í þágu íbúa Eþíópíu var umræðuefni nýafstaðinnar ráðstefnu í Addis Ababa þar sem Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Kampala flutti opnunarræðuna. Fulltrúar allra norrænu þjóðanna lýstu sig reiðubúna að aðstoða stjórnvöld í Eþíópíu við að auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum, en norrænu þjóðirnar búa allar yfir mikilli reynslu á því sviði. Unnur nefndi í erindi sínu að aðeins 35% íbúa Afríku hefðu aðgengi að rafmagni og ljóst væri að þjóðir Afríku stæðu frammi fyrir miklum áskorunum að auka rafvæðingu í álfunni. Hún minnti á að forsætisráðherrar Norðurlandanna hefðu sett á laggirnar verkefnið „Norrænar orkulausnir" (Nordic Energy Solutions) einmitt í þeim tilgangi að deila með öðrum þjóðum tækniþekkingu norrænu þjóðanna á sviði endurnýjanlegrar orku til þeirra þjóða sem kalla eftir slíkri þekkingu.Norrænar orkulausnir eru hluti af enn stærra verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum (Nordic Solutions to Global Challenges) eru kynntar til leiks. Um er að ræða sameiginlegt norrænt átak til að styðja ríki utan Norðurlanda að ná heimsmarkmiðunum. Unnur sagði enn fremur að margar fjárfestingastofnanir væru starfandi á Norðurlöndunum sem gætu komið að orkuverkefnum eins og Norræni þróunarbankinn (NDF), Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og Norræni fjárfestingabankinn (NIB). „Norræn fyrirtæki sækjast eftir því að flytja út tækniþekkingu sína og lausnir en áhættan er oft stóra hindrunin og hún getur bæði verið af pólitískum og efnahagslegum toga," sagði Unnur. Íslendingar hafa, líkt og íslenski sendiherrann benti á, verið umsvifamiklir í Eþíópíu við innleiðingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu en íslenska fyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur um árabil verið með samninga við stjórnvöld í landinu um byggingu jarðvarmavirkjana með stuðningi alþjóðlegra fjárfesta.Jón Örn Jónsson, umdæmisstjóri Reykjavík Geothermal, tók þátt í pallborðsumræðum og hann lagði áherslu á fjölbreytta nýtingarmöguleika og stöðugleika jarðvarmans sem orkugjafa. "Í Eþíópíu er mikil fátækt og það skiptir máli að geta skapað störf. Bein nýting jarðhita er nánast óþekkt í Austur Afríku en er engu að síður eitthvað sem við á Íslandi höfum skapað okkur ákveðna sérþekkingu í. Þessa sérþekkingu eigum við að leggja áherslu á að miðla." Frehiwot Woldehanna, ráðherra orkumála í Eþíópíu, sagði í ræðu sinni að Reykjavik Geothermal hefði verið fyrsta einkafyrirtækið í orkugeiranum sem hefði eþíópísk stjórnvöld hefðu gert samning við. Tvær jarðvarmavirkjanir væru í smíðum á vegum þeirra, Corbetti og Tulu Moye, hvor um sig með framleiðslugetu upp á 500 MW. „Við erum sem þjóð sammála því að grundvallar breytingar eru nauðsynlegar til þess að tryggja sjálfbærari heim. Endurnýjanleg orka er nauðsynleg til að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og tryggja aðgengi að hagkvæmri, áreiðanlegri, sjálfbærri og nútímalegri orku fyrir alla," sagði ráðherrann. Hann bætti við að samkvæmt áætlun stjórnvalda ættu allir íbúar Eþíópíu að vera komnir með rafmagn árið 2025. Aðeins 33% þjóðarinnar eru sem stendur með rafmagn á landsneti. Auk jarðvarma eru miklir möguleikar á orkusviðinu í sól, vatni, vindi og lífmassa.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Eþíópía Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent