Reyndu í mörg ár að eignast börn en enduðu með að ættleiða tvö frá Tékklandi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2019 10:30 Elísabet og Smári reyndu í mörg ár að eignast börn en endaðu með því að ættleiða tvö frá Tékklandi. Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa. „Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum. „Það var farið í það að skoða sæðið og þá kom í ljós að það var latt. Þá kom í ljós að við þurftum að fara í smásjáfrjóvgun,“ segir Elísabet sem fékk í kjölfarið stórar sprautur sem tóku á en meðferðirnar urðu nokkrar. „Líkaminn fer í það að verða óléttur en það gerist ekki neitt.“ Þetta tímabil var þeim nokkuð þungt. „En kannski af því að við töluðum mikið saman um þetta og við vini okkar þá var þetta miklu einfaldara.“Fjölskyldan á góðri stundu.Enginn fósturvísir festist og Elísabet varð því aldrei ólétt. Eftir fimm ára ferli gáfust þau upp en þrátt fyrir allt buguðust þau aldrei. „Þetta hafði í raun aldrei mikil áhrif á hjónabandið og við höfum alltaf verið mjög opin og höfum getað talað um hlutina,“ segir Smári Hrólfsson og þá fóru þau að tala um ættleiðingar. „Ég var ekkert svo sannfærður fyrst og var voðalega fastur í að eiga barn líffræðilega,“ segir Smári en þau fóru því næst á námskeið hjá Íslenskri ættleiðingu sem undirbýr fólk enda ferlið allt öðruvísi. Þau vildu fá að ættleiða frá Tékklandi og voru þau samþykkt þar í landi árið 2011. Þremur árum síðar fengu þau síðan símtal. „Við ætluðum í sumarbústað og ætluðum að fara ferð um Snæfellsnesið með mömmu. Við erum bara að setja síðustu töskurnar út í bíl þegar Kristinn, framkvæmdarstjóri Íslenskar ættleiðingar, hringir. Þá var bara sagt að við þyrftum að koma upp á skrifstofu og þar voru upplýsingar um þennan draumadreng. Nafn, aldur og aðeins forsaga hans,“ segir Elísabet. Þau fóru út til Tékklands 22. september 2013 og morguninn eftir hittu þau drenginn á barnaheimilinu. Drengurinn fékk smá tíma til að aðlagast þeim og segir Elísabet að strax eftir hádegi hafi hann verið orðinn þeirra. Þau þurftu að vera í landinu í tvær vikur á meðan verið var að klára málin en hann fékk strax nafnið Birkir Jan en þarna var hann tæplega eins árs. Þau viðurkenna að þarna fundu þau fyrir hræðslu. Þegar komið var heim til Íslands er nauðsynlegt að halda allri rútínu. „Halda svefntímanum, matartíma og baðtíma. Það er best fyrir alla í þessum sporum að hafa mikla rútínu,“ segir Smári. Þegar Birkir var orðinn þriggja ára fóru þau aftur af stað enda vildu þau að hann myndi eiga systkini. Næsta símtal kom síðan í nóvember 2018. Fjögurra ára stúlka beið þeirra og þá var Birkir orðinn sex ára. „Þegar við vorum komin á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar fáum við að sjá mynd af henni. Birkir ýtir myndinni í burtu og segir, áttu nokkuð upplýsingar um strák,“ segir Elísabet og skellihlær. Því næst fengu þau að ættleiða Anetu Ösp. „Það urðu strax ótrúleg tengsl á milli þeirra og hún gjörsamlega dýrkar hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fjölskyldumál Ísland í dag Tengdar fréttir „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa. „Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum. „Það var farið í það að skoða sæðið og þá kom í ljós að það var latt. Þá kom í ljós að við þurftum að fara í smásjáfrjóvgun,“ segir Elísabet sem fékk í kjölfarið stórar sprautur sem tóku á en meðferðirnar urðu nokkrar. „Líkaminn fer í það að verða óléttur en það gerist ekki neitt.“ Þetta tímabil var þeim nokkuð þungt. „En kannski af því að við töluðum mikið saman um þetta og við vini okkar þá var þetta miklu einfaldara.“Fjölskyldan á góðri stundu.Enginn fósturvísir festist og Elísabet varð því aldrei ólétt. Eftir fimm ára ferli gáfust þau upp en þrátt fyrir allt buguðust þau aldrei. „Þetta hafði í raun aldrei mikil áhrif á hjónabandið og við höfum alltaf verið mjög opin og höfum getað talað um hlutina,“ segir Smári Hrólfsson og þá fóru þau að tala um ættleiðingar. „Ég var ekkert svo sannfærður fyrst og var voðalega fastur í að eiga barn líffræðilega,“ segir Smári en þau fóru því næst á námskeið hjá Íslenskri ættleiðingu sem undirbýr fólk enda ferlið allt öðruvísi. Þau vildu fá að ættleiða frá Tékklandi og voru þau samþykkt þar í landi árið 2011. Þremur árum síðar fengu þau síðan símtal. „Við ætluðum í sumarbústað og ætluðum að fara ferð um Snæfellsnesið með mömmu. Við erum bara að setja síðustu töskurnar út í bíl þegar Kristinn, framkvæmdarstjóri Íslenskar ættleiðingar, hringir. Þá var bara sagt að við þyrftum að koma upp á skrifstofu og þar voru upplýsingar um þennan draumadreng. Nafn, aldur og aðeins forsaga hans,“ segir Elísabet. Þau fóru út til Tékklands 22. september 2013 og morguninn eftir hittu þau drenginn á barnaheimilinu. Drengurinn fékk smá tíma til að aðlagast þeim og segir Elísabet að strax eftir hádegi hafi hann verið orðinn þeirra. Þau þurftu að vera í landinu í tvær vikur á meðan verið var að klára málin en hann fékk strax nafnið Birkir Jan en þarna var hann tæplega eins árs. Þau viðurkenna að þarna fundu þau fyrir hræðslu. Þegar komið var heim til Íslands er nauðsynlegt að halda allri rútínu. „Halda svefntímanum, matartíma og baðtíma. Það er best fyrir alla í þessum sporum að hafa mikla rútínu,“ segir Smári. Þegar Birkir var orðinn þriggja ára fóru þau aftur af stað enda vildu þau að hann myndi eiga systkini. Næsta símtal kom síðan í nóvember 2018. Fjögurra ára stúlka beið þeirra og þá var Birkir orðinn sex ára. „Þegar við vorum komin á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar fáum við að sjá mynd af henni. Birkir ýtir myndinni í burtu og segir, áttu nokkuð upplýsingar um strák,“ segir Elísabet og skellihlær. Því næst fengu þau að ættleiða Anetu Ösp. „Það urðu strax ótrúleg tengsl á milli þeirra og hún gjörsamlega dýrkar hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fjölskyldumál Ísland í dag Tengdar fréttir „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00