Sendifulltrúi Rauða krossins til starfa á Bahamas í kjölfar fellibylsins Dorian Heimsljós kynnir 11. nóvember 2019 16:00 Ívar Schram, sendifulltrúi Rauða krossins. RK Ívar Schram, sérfræðingur á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi, hélt í gær til hjálparstarfa sem sendifulltrúi á Bahamas í kjölfar fellibylsins Dorian sem gekk fyrir eyjarnar í byrjun september og olli gríðarlegri eyðileggingu. Í kjölfar hamfarana gaf Rauði krossinn út neyðarbeiðni upp á 17,3 milljónir svissneskra franka – rúmlega 2,2 milljarða íslenskra króna – til að aðstoða sjö þúsund fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum. Samkvæmt frétt á vef Rauða krossins eru helstu verkefni samtakanna að aðstoða þolendur með því að koma upp bráðabirgðahúsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, vernd, tryggja matvælaöryggi og uppbyggingu í kjölfar hamfaranna. Ívar kemur til með aðstoða Rauða krossinn á Bahamas í að tryggja að hjálparstarf Rauða krossins sé í samræmi við þarfir þolenda og að það sé tryggt að þolendur og viðtakendur hjálpargagna og hjálparstarfsins séu hafðir með í ráðum þegar kemur að dreifingu hjálpargagna, aðgengi að þjónustu og í uppbyggingu í kjölfar hamfaranna. Ívar hefur starfað með Rauða krossinum í tæpan áratug. Fyrst sem sjálfboðaliði, síðar sem starfsmaður Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og síðustu ár sem sérfræðingur í neyðarvörnum og alþjóðlegu hjálparstarfi. Ívar er jafnframt viðurkenndur leiðbeinandi í samfélagslegri nálgun og áreiðanleika sem verður jafnframt meginverkefni hans á Bahamas. Fyrr í vikunni lauk Ívar við tveggja daga námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi sem sinnir verkefnum í þágu flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Ívar kveðst vera spenntur fyrir verkefnum næstu viku sem hann veit jafnframt að verða mjög krefjandi. „Ég er hins vegar mjög vel undirbúinn og fengið mjög góða þjálfun hjá Rauða krossinum og er spenntur að taka þátt í lífsbjargandi hjálparstarfi. Sérstaða Rauða krossins nýtist vel í þessum verkefnum sem og öðrum því það eru sjálfboðaliðar sem bera hjálparstarfið uppi, ég verð þarna til að aðstoða við skipulagningu og þeim til halds og trausts. Í því liggur styrkur Rauða krossins að við vorum þarna áður en hamfarirnar dundu yfir, verðum þarna á meðan verið er að koma hlutum í samt horf og verðum þarna þegar uppbygging hefst og þegar henni lýkur,“ segir Ívar. Áætlað er að Ívar sinni sendifulltrúastörfum í einn mánuð á Bahamas.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Bahamaeyjar Þróunarsamvinna Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent
Ívar Schram, sérfræðingur á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi, hélt í gær til hjálparstarfa sem sendifulltrúi á Bahamas í kjölfar fellibylsins Dorian sem gekk fyrir eyjarnar í byrjun september og olli gríðarlegri eyðileggingu. Í kjölfar hamfarana gaf Rauði krossinn út neyðarbeiðni upp á 17,3 milljónir svissneskra franka – rúmlega 2,2 milljarða íslenskra króna – til að aðstoða sjö þúsund fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum. Samkvæmt frétt á vef Rauða krossins eru helstu verkefni samtakanna að aðstoða þolendur með því að koma upp bráðabirgðahúsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, vernd, tryggja matvælaöryggi og uppbyggingu í kjölfar hamfaranna. Ívar kemur til með aðstoða Rauða krossinn á Bahamas í að tryggja að hjálparstarf Rauða krossins sé í samræmi við þarfir þolenda og að það sé tryggt að þolendur og viðtakendur hjálpargagna og hjálparstarfsins séu hafðir með í ráðum þegar kemur að dreifingu hjálpargagna, aðgengi að þjónustu og í uppbyggingu í kjölfar hamfaranna. Ívar hefur starfað með Rauða krossinum í tæpan áratug. Fyrst sem sjálfboðaliði, síðar sem starfsmaður Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og síðustu ár sem sérfræðingur í neyðarvörnum og alþjóðlegu hjálparstarfi. Ívar er jafnframt viðurkenndur leiðbeinandi í samfélagslegri nálgun og áreiðanleika sem verður jafnframt meginverkefni hans á Bahamas. Fyrr í vikunni lauk Ívar við tveggja daga námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi sem sinnir verkefnum í þágu flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Ívar kveðst vera spenntur fyrir verkefnum næstu viku sem hann veit jafnframt að verða mjög krefjandi. „Ég er hins vegar mjög vel undirbúinn og fengið mjög góða þjálfun hjá Rauða krossinum og er spenntur að taka þátt í lífsbjargandi hjálparstarfi. Sérstaða Rauða krossins nýtist vel í þessum verkefnum sem og öðrum því það eru sjálfboðaliðar sem bera hjálparstarfið uppi, ég verð þarna til að aðstoða við skipulagningu og þeim til halds og trausts. Í því liggur styrkur Rauða krossins að við vorum þarna áður en hamfarirnar dundu yfir, verðum þarna á meðan verið er að koma hlutum í samt horf og verðum þarna þegar uppbygging hefst og þegar henni lýkur,“ segir Ívar. Áætlað er að Ívar sinni sendifulltrúastörfum í einn mánuð á Bahamas.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Bahamaeyjar Þróunarsamvinna Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent