Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 17:00 Vinkonurnar skemmtu sér konunglega á tónleikum Auðar. vísir/hallgerður Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00