Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega 29. nóvember 2019 22:30 Björn Kristjánsson í leik með KR. Vísir/Vilhelm Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00
Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00
Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30