Boðskapur vonar og bjartari tíma Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 12:00 Þuríður fylgist með lítilli stúlku kveikja á kerti á aðventukvöldi í Vopnafjarðarkirkju. MAGNÚS MÁR ÞORVALDSSON Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur í Hofsprestakalli í Vopnafjarðarhreppi, segir líf og gleði einkenna kirkjustarfið í kringum jólahátíðina. En þó gleðin ríki hjá flestum á þessari hátíð ljóss og friðar segir hún að margir eigi um sárt að binda um jólin. Í Hofsprestakalli er mikið barnastarf allan veturinn og á aðventunni er alltaf meiri gleði en venjulega. „Barnastarfið er fjórum til fimm sinnum í viku. Á aðventunni koma börnin í kirkjuna og við spjöllum um tilgang jólanna og gírum okkur upp í að vera þakklát og njóta samveru með fólkinu okkar á jólunum," segir Þuríður. Í kirkjunni föndra börnin og borða mikið af piparkökum, búa til brjóstsykur og æfa helgileik. „Það eru þrjár kirkjur hér í þessu prestakalli og ég sinni þeim öllum,“ segir Þuríður, „Í byrjun desember eru aðventukvöld í öllum kirkjunum og svo eru messur á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og nýársdag.“ Það er því nóg að gera hjá Þuríði og lítið um jólafrí, en hún segir það ekki koma að sök þar sem vinnan sé svo skemmtileg. „Messurnar eru mjög vel sóttar á jólunum, það er yfirleitt alltaf full kirkja. Messan á aðfangadag er klukkan 17 á Vopnafirði, það hefur alltaf verið þannig þar. Á Bakkafirði er messa í Skeggjastaðakirkju á jóladag og svo er messa í Hofskirkju og á elliheimilinu á jóladag líka,“ segir Þuríður. „Jólin eru mikill gleðitími í starfinu. Kirkjan er full af lífi á þessum tíma og það er mikið um að vera. Margir sækja kirkju aðallega á stórhátíðum svo það koma fleiri í kirkjuna en á venjulegum sunnudegi.“Fyrir jólin er mikið um að vera í Vopnafjarðarkirkju.En þrátt fyrir að jólin séu aðallega gleðitími í kirkjunni eru þau erfiður tími líka. „Það er oft meiri sálgæsla á þessum tíma en á öðrum árstímum. Margir eiga um sárt að binda í kringum jólin, sérstaklega þeir sem hafa misst einhvern nákominn á árinu eða jafnvel fyrr. Kirkjan sinnir líka sérstakri fjárhagsaðstoð fyrir jólin fyrir fjölskyldur sem þurfa á henni að halda. Þó að jólin séu tími gleði og hamingju fyrir flesta er fullt af fólki sem upplifir þau ekki á þann hátt og þá reynir kirkjan að koma til móts við það fólk og aðstoða það,“ segir Þuríður. Þuríður segir að þessi þjónusta kirkjunnar sé mikilvæg, hún er ókeypis og er stuðningur fyrir fólk. „Það eru samverustundir í mjög mörgum kirkjum um allt land fyrir fólk sem upplifir sorg á þessum tíma. Það er mikilvægt að geta komið saman með öðrum sem upplifa það sama og geta tjáð tilfinningar sínar og fá styrk frá öðrum.“ Þuríður vígðist til prests fyrir tveimur árum og hefur sinnt Hofsprestakalli síðan þá. Hún segir að sér finnist kirkjan spennandi vinnustaður. „Kirkjan vinnur með fólki í öllum aðstæðum, bæði á erfiðum stundum og gleðistundum. Mér fannst það heillandi og það er hluti ástæðunnar fyrir að ég valdi þetta starf,“ segir Þuríður. „Maður kynnist líka fólkinu í sveitinni vel gegnum starfið. Ég er uppalin á Vopnafirði og er þess vegna komin heim aftur í allt öðru hlutverki en ég var í þegar ég fór. Ég er í allt annarri aðstöðu núna. Mér þykir rosalega vænt um það að fá að kynnast fólkinu hér á allt annan hátt en ég þekkti það áður.“ Þuríður segir að lokum að í hennar huga séu jólin tími fyrir tengsl og samveru með fólkinu sínu. „Boðskapur jólanna er boðskapur vonar. Vonarinnar um betri og bjartari tíma en þau eru um leið tækifæri til þess að staldra við og njóta þess sem við eigum hér og nú og rækta þakklæti.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Loftkökur Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur í Hofsprestakalli í Vopnafjarðarhreppi, segir líf og gleði einkenna kirkjustarfið í kringum jólahátíðina. En þó gleðin ríki hjá flestum á þessari hátíð ljóss og friðar segir hún að margir eigi um sárt að binda um jólin. Í Hofsprestakalli er mikið barnastarf allan veturinn og á aðventunni er alltaf meiri gleði en venjulega. „Barnastarfið er fjórum til fimm sinnum í viku. Á aðventunni koma börnin í kirkjuna og við spjöllum um tilgang jólanna og gírum okkur upp í að vera þakklát og njóta samveru með fólkinu okkar á jólunum," segir Þuríður. Í kirkjunni föndra börnin og borða mikið af piparkökum, búa til brjóstsykur og æfa helgileik. „Það eru þrjár kirkjur hér í þessu prestakalli og ég sinni þeim öllum,“ segir Þuríður, „Í byrjun desember eru aðventukvöld í öllum kirkjunum og svo eru messur á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og nýársdag.“ Það er því nóg að gera hjá Þuríði og lítið um jólafrí, en hún segir það ekki koma að sök þar sem vinnan sé svo skemmtileg. „Messurnar eru mjög vel sóttar á jólunum, það er yfirleitt alltaf full kirkja. Messan á aðfangadag er klukkan 17 á Vopnafirði, það hefur alltaf verið þannig þar. Á Bakkafirði er messa í Skeggjastaðakirkju á jóladag og svo er messa í Hofskirkju og á elliheimilinu á jóladag líka,“ segir Þuríður. „Jólin eru mikill gleðitími í starfinu. Kirkjan er full af lífi á þessum tíma og það er mikið um að vera. Margir sækja kirkju aðallega á stórhátíðum svo það koma fleiri í kirkjuna en á venjulegum sunnudegi.“Fyrir jólin er mikið um að vera í Vopnafjarðarkirkju.En þrátt fyrir að jólin séu aðallega gleðitími í kirkjunni eru þau erfiður tími líka. „Það er oft meiri sálgæsla á þessum tíma en á öðrum árstímum. Margir eiga um sárt að binda í kringum jólin, sérstaklega þeir sem hafa misst einhvern nákominn á árinu eða jafnvel fyrr. Kirkjan sinnir líka sérstakri fjárhagsaðstoð fyrir jólin fyrir fjölskyldur sem þurfa á henni að halda. Þó að jólin séu tími gleði og hamingju fyrir flesta er fullt af fólki sem upplifir þau ekki á þann hátt og þá reynir kirkjan að koma til móts við það fólk og aðstoða það,“ segir Þuríður. Þuríður segir að þessi þjónusta kirkjunnar sé mikilvæg, hún er ókeypis og er stuðningur fyrir fólk. „Það eru samverustundir í mjög mörgum kirkjum um allt land fyrir fólk sem upplifir sorg á þessum tíma. Það er mikilvægt að geta komið saman með öðrum sem upplifa það sama og geta tjáð tilfinningar sínar og fá styrk frá öðrum.“ Þuríður vígðist til prests fyrir tveimur árum og hefur sinnt Hofsprestakalli síðan þá. Hún segir að sér finnist kirkjan spennandi vinnustaður. „Kirkjan vinnur með fólki í öllum aðstæðum, bæði á erfiðum stundum og gleðistundum. Mér fannst það heillandi og það er hluti ástæðunnar fyrir að ég valdi þetta starf,“ segir Þuríður. „Maður kynnist líka fólkinu í sveitinni vel gegnum starfið. Ég er uppalin á Vopnafirði og er þess vegna komin heim aftur í allt öðru hlutverki en ég var í þegar ég fór. Ég er í allt annarri aðstöðu núna. Mér þykir rosalega vænt um það að fá að kynnast fólkinu hér á allt annan hátt en ég þekkti það áður.“ Þuríður segir að lokum að í hennar huga séu jólin tími fyrir tengsl og samveru með fólkinu sínu. „Boðskapur jólanna er boðskapur vonar. Vonarinnar um betri og bjartari tíma en þau eru um leið tækifæri til þess að staldra við og njóta þess sem við eigum hér og nú og rækta þakklæti.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Loftkökur Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól