Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 12:00 Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Mynd/Lalli Kalli Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl.18:30 en tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Jólaþorpið nýtur mikilla vinsælda og leggja margir leið sína í Hafnarfjörðinn til þess að skoða þorpið, versla og njóta skemmtiatriðanna. Jólastemningin er í hámarki á svæðinu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Iðar af lífi og fjöri „Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. „Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.“ Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 - 20:0018:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar18:15 Karlakórinn Þrestir18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar18:40 Björgvin Halldórsson19:00 Auður Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða. Hægt er að kynna sér dagskrána á síðu Jólaþorpsins og á vefnum hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu Jólaþorpsins. Hafnarfjörður Jól Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl.18:30 en tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Jólaþorpið nýtur mikilla vinsælda og leggja margir leið sína í Hafnarfjörðinn til þess að skoða þorpið, versla og njóta skemmtiatriðanna. Jólastemningin er í hámarki á svæðinu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Iðar af lífi og fjöri „Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. „Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.“ Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 - 20:0018:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar18:15 Karlakórinn Þrestir18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar18:40 Björgvin Halldórsson19:00 Auður Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða. Hægt er að kynna sér dagskrána á síðu Jólaþorpsins og á vefnum hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu Jólaþorpsins.
Hafnarfjörður Jól Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“