Lífið

Vala og Siggi í hörkustandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala og Siggi eru klár.
Vala og Siggi eru klár. Vísir/vilhelm
Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hefur göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik þann 29. nóvember. Tíu pör taka þátt og stendur eitt par eftir sem sigurvegari í lok janúar á næsta ári. Næstu fimm daga verða öll pörin í Allir geta dansað kynnt til leiks og er komið að því að kynna dansparið sem Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason skipa.

Vala Eiríks hefur verið útvarpskona á FM957 í nokkur ár en hefur verið að einbeita sér að dansinum síðustu vikur. Vala hefur æft af krafti og virðist klár í slaginn.

Sigurður Már tók þátt í fyrstu þáttaröðinni af Allir geta dansað. Þá var hann í teymi með Lóu Pind Aldísardóttir og stóðu þau sig mjög vel. Siggi er gríðarlega reyndur og góður dansari og gætu Vala og Siggi farið langt í þáttunum.

Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni:

• Selma Björnsdóttir

• Karen Reeve

• Jóhann Gunnar Arnarson

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Völu og Sigga í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.

Hörku fjör á æfingu hjá Völu og Sigga.vísir/vilhelm
Það verður spennandi að fylgjast með þeim Völu og Sigga.Vísir/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.