Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2019 18:44 J.J. Abrams er leikstjóri myndarinnar. Vísir/Getty Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera. Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay. Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt. Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay. Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag. Disney Star Wars Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera. Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay. Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt. Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay. Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag.
Disney Star Wars Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira