Litla föndurhornið: Harry Potter sprotageymsla Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15
Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00
Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“