Segir One Direction ekki hafa haft hugmynd um vanlíðan Zayn Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 21:51 1D á meðan allt lék í lyndi. Zayn annar frá vinstri og Harry annar frá hægri Getty/NurPhoto Söngvarinn Harry Styles segist ekki hafa haft hugmynd um vanlíðan félaga síns Zayn Malik á meðan þeir unnu saman í strákasveitinni One Direction. Styles segir sömu sögu að segja um aðra meðlimi sveitarinnar. Metro greinir frá. Styles, Malik leiddu saman hesta sína ásamt þeim Louis Tomlinson, Liam Payne og Niall Horan í hljómsveitinni One Direction árið 2010. Sveitin varð til í raunveruleikaþáttunum X-Factor og náði sveitin í kjölfarið gríðarlegum vinsældum. Lög á borð við Story of My Life, Little Things og Best Song Ever trylltu heimsbyggðina og fóru plötur sveitarinnar rakleitt á topp sölulista. Í mars árið 2015 hætti Zayn Malik hins vegar í hljómsveitinni á meðan að á On the Road Again tónleikaferðalagi þeirra stóð. Malik kvaðst þá vilja lifa eðlilegu lífi utan sviðsljóssins og lifa lífi venjulegs 22-ára einstaklings. Ári síðar tók hljómsveitin sér pásu frá samstarfi og hefur ekki komið saman aftur. Í viðtali hjá Zane Lowe hjá Apple Music sagði Styles að félagar Malik hafi ekki tekið eftir því að honum hafi liðið illa. „Ég hélt á þeim tíma að, af því að allt gekk svo vel, að við værum komnir á þann stað að allir væru að njóta lífsins,“ sagði söngvarinn og bætti við að fjórmenningarnir sem eftir stóðu hafi fyrst áttað sig á vanlíðan Malik þegar hann hætti.Styles sagðist þó skilja ákvörðun Zayn. „Af hverju ætti hann að halda áfram að semja tónlist með okkur þegar hann vill það ekki.“Liam Payne, ræddi einnig Zayn Malik á dögunum, þegar hann var gestur í spjallþætti Jonathan Ross. Sagði Payne þá að hann teldi það í hæsta máta ólíklegt að Zayn myndi taka þátt í mögulegri endurkomu sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngvarinn Harry Styles segist ekki hafa haft hugmynd um vanlíðan félaga síns Zayn Malik á meðan þeir unnu saman í strákasveitinni One Direction. Styles segir sömu sögu að segja um aðra meðlimi sveitarinnar. Metro greinir frá. Styles, Malik leiddu saman hesta sína ásamt þeim Louis Tomlinson, Liam Payne og Niall Horan í hljómsveitinni One Direction árið 2010. Sveitin varð til í raunveruleikaþáttunum X-Factor og náði sveitin í kjölfarið gríðarlegum vinsældum. Lög á borð við Story of My Life, Little Things og Best Song Ever trylltu heimsbyggðina og fóru plötur sveitarinnar rakleitt á topp sölulista. Í mars árið 2015 hætti Zayn Malik hins vegar í hljómsveitinni á meðan að á On the Road Again tónleikaferðalagi þeirra stóð. Malik kvaðst þá vilja lifa eðlilegu lífi utan sviðsljóssins og lifa lífi venjulegs 22-ára einstaklings. Ári síðar tók hljómsveitin sér pásu frá samstarfi og hefur ekki komið saman aftur. Í viðtali hjá Zane Lowe hjá Apple Music sagði Styles að félagar Malik hafi ekki tekið eftir því að honum hafi liðið illa. „Ég hélt á þeim tíma að, af því að allt gekk svo vel, að við værum komnir á þann stað að allir væru að njóta lífsins,“ sagði söngvarinn og bætti við að fjórmenningarnir sem eftir stóðu hafi fyrst áttað sig á vanlíðan Malik þegar hann hætti.Styles sagðist þó skilja ákvörðun Zayn. „Af hverju ætti hann að halda áfram að semja tónlist með okkur þegar hann vill það ekki.“Liam Payne, ræddi einnig Zayn Malik á dögunum, þegar hann var gestur í spjallþætti Jonathan Ross. Sagði Payne þá að hann teldi það í hæsta máta ólíklegt að Zayn myndi taka þátt í mögulegri endurkomu sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp