Leikjavísir

GameTíví prófar Gunfight möguleikann í Modern Warfare

Samúel Karl Ólason skrifar
Félagarnir Tryggvi og Óli Jóels í GameTíví halda hetjulegri baráttu sinni í nýjasta Call of Duty leiknum áfram. Að þessu sinni keppa þeir saman, gegn tveimur öðrum, í Gunfight, sem er nýr spilunarmöguleiki í leiknum. Þar fá fjórir spilarar byssur af handahófi til að berjast með.

Þetta gekk tiltölulega illa hjá félögunum til að byrja með og hafði það umtalsverð áhrif á skap þeirra. Mikið var um hljóð eins og „aaargh“, „nhhhhhiii“ og „uuuuurrg“. Það létti þó yfir strákunum seinna meir. Aðeins.

Fylgjast má með aðförum þeirra hér að neðan.








×