Lífið

Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. Upphafsatriði þáttarins, og þar með þáttaraðarinnar, var íburðarmikið en þar stigu fagdansararnir á svið – og fengu heimsókn frá keppendum fyrstu þáttaraðarinnar.

Aðdáendur í sjónvarpssal virtust einkum ánægðir með að berja augum Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, söngkonu og ríkjandi sigurvegara, ef marka má fagnaðarlætin.

Atriðið með gömlu kempunum má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni.

Í ár taka eftirfarandi pör þátt í Allir geta dansað: Regína Ósk og Max Petrov, Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir, Jón Viðar Arnþórsson og Malin Agla Kristjánsdóttir, Manúela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir, Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason, Sólveig Eiríksdóttir og Daði Freyr Guðjónsson, Hafsteinn Þór Guðjónsson og Sophia Louise Webb, Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco og Vilborg Arna Gissurardóttir og Javi Fernández Valiño.

Ekkert par var sent heim í gærkvöldi. Þrjú pör fengu 20 stig frá dómurunum, þeim Selmu Björns, Karenu Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, og deila því hæsta sætinu. Þau voru Haffi Haff og Sophie Louise, Manúela Ósk og Jón Eyþór og Vala Eiríks og Sigurður Már.


Tengdar fréttir

Allir geta dansað fór vel af stað

Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.