Berst fyrir þá sem þurfa hjálp Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Justin Wren stofnaði samtökin Fight for the Forgotten árið 2011 til að bæta lífsgæði kúgaðra pygmýja í Afríku. MYND/FIGHTFORtheFORGOTTEN.org Justin Wren er alvöru hvunndagshetja. Hann átti erfitt á yngri árum og sökk djúpt í þunglyndi og fíkn en hefur tekist að snúa lífinu alveg við. Nú er hann atvinnumaður í blönduðum bardagalistum og hefur helgað líf sitt góðgerðarstarfsemi. Wren stofnaði góðgerðarsamtökin Fight for the Forgotten árið 2011, sem hafa grafið brunna fyrir þúsundir pygmýja í Kongó til að tryggja þeim aðgang að fersku drykkjarvatni, ásamt því að sjá þeim fyrir landsvæði og öðru sem þeir þurfa til að lifa mannsæmandi lífi. Pygmýjar búa við mikla kúgun og eru hnepptir í þrældóm og jafnvel étnir af öðrum ættbálkum í Kongó. Nýlega hófu samtökin að gera það sama fyrir pygmýja í Úganda. Samtökin hafa nú safnað yfir milljón dollurum, fjármagnað 62 brunna og keypt yfir 3.000 ekrur af landsvæði fyrir heimilislausa pygmýja. Árið 2014 hóf Wren að berjast fyrir Bellator-bardagasamtökin og notaði tækifærið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Hann notar stóran hluta af tekjunum úr bardögunum þar til að styrkja starf samtakanna. En vinna hans hafa tekið sinn toll. Wren hefur ítrekað veikst alvarlega í frumskógum Kongó og veikindin hafa dregið dilk á eftir sér. Árið 2016 var hann svo greindur með áfallastreituröskun vegna upplifunar sinnar í frumskóginum og hann fær enn martraðir um vannærðu ungbörnin sem létust í fanginu á honum.Vissi hvernig honum leið En Wren berst ekki bara fyrir undirmálsfólk í Afríku, hann er líka farinn að beita sér gegn einelti í eigin heimalandi. Nýlega sagði hann frá hinum 12 ára gamla Rayden Overbay sem er á einhverfurófi og heyrnarlaus á öðru eyra. Rayden hefur verið lagður í mikið og grimmilegt einelti síðustu ár og þegar myndbönd af heiftarlegu ofbeldinu sem hann varð fyrir fóru á netið ákveð Wren að gera eitthvað í málinu. Wren vissi alveg hvernig Rayden leið, því hann upplifði það sama þegar hann var á þessum aldri. Fyrir utan líkamlegu sárin skildi það eftir djúp sár á sálinni og fékk hann til að efast um hvort lífið væri þess virði að lifa. „Ég man að fólk hló að mér,“ sagði Wren í samtali við The Guardian. „Enginn sagði neitt eða gerði neitt. Ég man að sá sem réðst á mig labbaði bara í burtu. Það kom ekkert fyrir hann. Alveg eins og hjá Rayden.“ Wren ákvað verða sá sem hann vildi óska að hann hefði átt að þegar hann var barn. Örfáum dögum síðar bauð hann fjölskyldu Raydens í kvöldmat á skrifstofu sinni. Rayden hefur verið lagður í einelti af bekkjarfélögum sínum síðan hann var níu ára, en síðasta ár hefur verið sérstaklega erfitt fyrir hann þar sem hann þyngdist um tæp 50 kíló vegna sykursýkislyfja og byrjaði að ganga með heyrnartæki. Þegar skólayfirvöld fundu hann eftir heiftarlegu árásina sem var tekin upp og sett á netið hafði hann skrifaði „ÉG VIL DREPA MIG“ á handlegginn á sér með tússpenna. Wren hafði verið á sama stað. Hann glímdi við sjálfsvígshugleiðingar þegar hann var unglingur, áður en hann skipti um skóla, byrjaði í glímu og varð Bandaríkjameistari. Hann sagði Rayden að það væri í lagi að líða illa en að það þyrfti ekki að vera svoleiðis áfram. „Ef þú vilt leyfa mér það, vil ég vera vinur þinn,“ sagði Wren við hann.Bætt heimssýn fyrir niðurbrotinn dreng Fljótlega byrjaði myllumerkið #StandWith Rayden (#StöndumMeðRayden) að fá mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og Wren hvatti fylgjendur sína til að senda Rayden skilaboð svo að hann fengi að vita að hann stæði ekki einn. MMA-samfélagið tók þátt af miklum krafti, sem og glímukappar úr WWE-heiminum. Stjörnur eins og Terry Crews og Sarah Silverman fylgdu svo í kjölfarið. Fljótlega ákvað sjónvarpsleikarinn A.J. Buckley að bjóða Rayden, foreldrum hans og níu ára gömlum bróður hans til Los Angeles. Daginn eftir fékk Rayden að sjá Kyrrahafið í fyrsta sinn af ströndinni í Malibu, en þangað var hann kominn í einkatíma hjá brimbrettagoðsögnunum Laird Hamilton og Kelly Slater. Rayden féll strax fyrir hafinu, en var hræddur við að fara út í. „Við erum vinir þínir,“ sögðu leiðbeinendurnir honum. „Við viljum deila með þér hvað sjórinn getur verið heilandi.“ Klukkutíma síðar var ekki hægt að fá Rayden til að koma upp úr. Á síðasta degi þeirra í borginni var fjölskyldunni boðið í Disneyland, þar sem Rayden sagði við Wren í gríni „ég fann tvíburabróður þinn“ þegar hann sat fyrir á mynd með Chewbacca. Loks hafði Rayden öðlast nægt sjálfstraust til tjá sig á opinn og afslappaðan hátt. Fólk hefur styrkt fjölskyldu Raydens í gegnum GoFundMe til að fjármagna lækniskostnað og sálfræðimeðferð fyrir strákinn. Ýmis fyrirtæki hafa líka gefið fjölskyldunni föt, skó, mat og dýnur, en þau eru bláfátæk og búa í hjólhýsahverfi í Oklahoma. Rayden fær enn myndbandsskilaboð daglega hvaðanæva úr heiminum og hann hefur meira að segja fengið aðdáendabréf. „Rayden er ekki sami strákur og hann var fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Wren við The Guardian. „Að sjá hann koma út úr skelinni með íþróttamönnum og svo leikurum í Los Angeles var eins og að sjá fiðrildi breiða úr vængjum sínum. Allir þeir sem hafa lagt hönd á plóg hafa hjálpað niðurbrotnum dreng að sjá heiminn í nýju ljósi. Það er virkilega sérstakt.“ Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Wren og Rayden geta gert það á Instagram-síðu Wren, @thebigpygmy. Það er auk þess ein jákvæðasta Instagram-síða sem hægt er að finna. Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Justin Wren er alvöru hvunndagshetja. Hann átti erfitt á yngri árum og sökk djúpt í þunglyndi og fíkn en hefur tekist að snúa lífinu alveg við. Nú er hann atvinnumaður í blönduðum bardagalistum og hefur helgað líf sitt góðgerðarstarfsemi. Wren stofnaði góðgerðarsamtökin Fight for the Forgotten árið 2011, sem hafa grafið brunna fyrir þúsundir pygmýja í Kongó til að tryggja þeim aðgang að fersku drykkjarvatni, ásamt því að sjá þeim fyrir landsvæði og öðru sem þeir þurfa til að lifa mannsæmandi lífi. Pygmýjar búa við mikla kúgun og eru hnepptir í þrældóm og jafnvel étnir af öðrum ættbálkum í Kongó. Nýlega hófu samtökin að gera það sama fyrir pygmýja í Úganda. Samtökin hafa nú safnað yfir milljón dollurum, fjármagnað 62 brunna og keypt yfir 3.000 ekrur af landsvæði fyrir heimilislausa pygmýja. Árið 2014 hóf Wren að berjast fyrir Bellator-bardagasamtökin og notaði tækifærið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Hann notar stóran hluta af tekjunum úr bardögunum þar til að styrkja starf samtakanna. En vinna hans hafa tekið sinn toll. Wren hefur ítrekað veikst alvarlega í frumskógum Kongó og veikindin hafa dregið dilk á eftir sér. Árið 2016 var hann svo greindur með áfallastreituröskun vegna upplifunar sinnar í frumskóginum og hann fær enn martraðir um vannærðu ungbörnin sem létust í fanginu á honum.Vissi hvernig honum leið En Wren berst ekki bara fyrir undirmálsfólk í Afríku, hann er líka farinn að beita sér gegn einelti í eigin heimalandi. Nýlega sagði hann frá hinum 12 ára gamla Rayden Overbay sem er á einhverfurófi og heyrnarlaus á öðru eyra. Rayden hefur verið lagður í mikið og grimmilegt einelti síðustu ár og þegar myndbönd af heiftarlegu ofbeldinu sem hann varð fyrir fóru á netið ákveð Wren að gera eitthvað í málinu. Wren vissi alveg hvernig Rayden leið, því hann upplifði það sama þegar hann var á þessum aldri. Fyrir utan líkamlegu sárin skildi það eftir djúp sár á sálinni og fékk hann til að efast um hvort lífið væri þess virði að lifa. „Ég man að fólk hló að mér,“ sagði Wren í samtali við The Guardian. „Enginn sagði neitt eða gerði neitt. Ég man að sá sem réðst á mig labbaði bara í burtu. Það kom ekkert fyrir hann. Alveg eins og hjá Rayden.“ Wren ákvað verða sá sem hann vildi óska að hann hefði átt að þegar hann var barn. Örfáum dögum síðar bauð hann fjölskyldu Raydens í kvöldmat á skrifstofu sinni. Rayden hefur verið lagður í einelti af bekkjarfélögum sínum síðan hann var níu ára, en síðasta ár hefur verið sérstaklega erfitt fyrir hann þar sem hann þyngdist um tæp 50 kíló vegna sykursýkislyfja og byrjaði að ganga með heyrnartæki. Þegar skólayfirvöld fundu hann eftir heiftarlegu árásina sem var tekin upp og sett á netið hafði hann skrifaði „ÉG VIL DREPA MIG“ á handlegginn á sér með tússpenna. Wren hafði verið á sama stað. Hann glímdi við sjálfsvígshugleiðingar þegar hann var unglingur, áður en hann skipti um skóla, byrjaði í glímu og varð Bandaríkjameistari. Hann sagði Rayden að það væri í lagi að líða illa en að það þyrfti ekki að vera svoleiðis áfram. „Ef þú vilt leyfa mér það, vil ég vera vinur þinn,“ sagði Wren við hann.Bætt heimssýn fyrir niðurbrotinn dreng Fljótlega byrjaði myllumerkið #StandWith Rayden (#StöndumMeðRayden) að fá mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og Wren hvatti fylgjendur sína til að senda Rayden skilaboð svo að hann fengi að vita að hann stæði ekki einn. MMA-samfélagið tók þátt af miklum krafti, sem og glímukappar úr WWE-heiminum. Stjörnur eins og Terry Crews og Sarah Silverman fylgdu svo í kjölfarið. Fljótlega ákvað sjónvarpsleikarinn A.J. Buckley að bjóða Rayden, foreldrum hans og níu ára gömlum bróður hans til Los Angeles. Daginn eftir fékk Rayden að sjá Kyrrahafið í fyrsta sinn af ströndinni í Malibu, en þangað var hann kominn í einkatíma hjá brimbrettagoðsögnunum Laird Hamilton og Kelly Slater. Rayden féll strax fyrir hafinu, en var hræddur við að fara út í. „Við erum vinir þínir,“ sögðu leiðbeinendurnir honum. „Við viljum deila með þér hvað sjórinn getur verið heilandi.“ Klukkutíma síðar var ekki hægt að fá Rayden til að koma upp úr. Á síðasta degi þeirra í borginni var fjölskyldunni boðið í Disneyland, þar sem Rayden sagði við Wren í gríni „ég fann tvíburabróður þinn“ þegar hann sat fyrir á mynd með Chewbacca. Loks hafði Rayden öðlast nægt sjálfstraust til tjá sig á opinn og afslappaðan hátt. Fólk hefur styrkt fjölskyldu Raydens í gegnum GoFundMe til að fjármagna lækniskostnað og sálfræðimeðferð fyrir strákinn. Ýmis fyrirtæki hafa líka gefið fjölskyldunni föt, skó, mat og dýnur, en þau eru bláfátæk og búa í hjólhýsahverfi í Oklahoma. Rayden fær enn myndbandsskilaboð daglega hvaðanæva úr heiminum og hann hefur meira að segja fengið aðdáendabréf. „Rayden er ekki sami strákur og hann var fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Wren við The Guardian. „Að sjá hann koma út úr skelinni með íþróttamönnum og svo leikurum í Los Angeles var eins og að sjá fiðrildi breiða úr vængjum sínum. Allir þeir sem hafa lagt hönd á plóg hafa hjálpað niðurbrotnum dreng að sjá heiminn í nýju ljósi. Það er virkilega sérstakt.“ Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Wren og Rayden geta gert það á Instagram-síðu Wren, @thebigpygmy. Það er auk þess ein jákvæðasta Instagram-síða sem hægt er að finna.
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira