Það var fjölmennt og góðmennt á Petersen svítunni síðastliðinn miðvikudag þegar Friðrik Dór Jónsson og Indíana Nanna Jóhannsdóttir héldu sameiginlegt útgáfuhóf fyrir nýútkomnar bækur sínar.
Friðrik Dór var að senda frá sér bókina Léttir réttir Frikka sem er matreiðslubók fyrir byrjendur. Bókina vann hann í samstarfi við Matarmenn og fleiri góða gesti og er hún sérstaklega ætluð þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu.
Indíana Nanna var að gefa út bókina Fjarþjálfun sem fjallar um allt sem viðkemur hreyfingu og heilbrigðum lífstíl. Bókin inniheldur kennslu á æfingum, æfingaplön, umfjöllun um mataræði og fleira. Bækurnar eru báðar gefnar út hjá útgáfunni Fullt tungl.
Hér að neðan má sjá myndir úr teitinu.

