Fann óvæntan styrk og jákvæðni eftir heilablóðfall og hjartastopp Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2019 06:30 Elvar Geir Sævarsson breytti forgangsröðuninni í lífinu í vetur eftir að verða hætt kominn í kjölfar heilablóðfalls. Hann er lamaður í raddbandi og hluta af tungu en er jákvæður og þakklátur fyrir að vera á lífi. Vísir/Vilhelm Elvari Geir Sævarssyni var kippt út úr sínu daglega lífi þegar hann fékk heilablóðfall þann 22. ágúst síðastliðinn. Hann fór í hjartastopp í 20 sekúndur en læknir á bráðadeild bjargaði lífi hans. Elvar dvaldi rúman mánuð á sjúkrahúsi og hefur verið í endurhæfingu síðan og þakkar fyrir að vera á lífi. Hann er með lamað raddband og tungan er einnig lömuð að hluta en í veikindunum kom hann sjálfum sér á óvart með jákvæðu hugarfari. „Ég var alveg búinn að vera heilsuhraustur. Ég var kannski búinn að vinna svolítið mikið, sofa lítið og hvílast lítið. En ég var búinn að vera í sumarfríi þegar þetta gerist svo það er ekki eins og það hafi verið ótrúlega mikið álag akkúrat þá,“ segir Elvar um aðdraganda veikindanna. Engum datt þetta í hug Læknarnir segja að það sé hugsanlegt að heilablóðfallið hafi orsakast vegna höggs sem Elvar varð fyrir fyrr um sumarið, það er þó ekki hægt að fullyrða neitt um það, en taldar eru einhverjar líkur á því. „Það sem gerist er að ég fæ smá högg á hnakkann í rútu frá Prag til Kölnar í júlí. Við fjölskyldan fórum í hálfgerða Interrail ferð um Austur-Evrópu, ég og konan mín og strákurinn okkar.“ Rúmum mánuði eftir ferðalagið fær Elvar blóðtappa og heilablóðfall sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hans og hugarfar. „Það flysjast úr slagæð aftan á hnakkanum og það þýðir að innra byrði hennar fellur saman og þá myndast blóðtappi sem síðan skýst upp í heila.“ Eftir ferðalagið var Elvar með mikla verki sem ekki tókst að finna skýringar á. „Þetta er svo sjaldgæft að það datt engum þetta í hug. Ég var búinn að fara til lækna og sjúkraþjálfara og búinn að vera að leita að einhverju við þessu en það datt engum í hug að ég væri með flysjaða slagæð, það er svo fáránlega sjaldgæft. Ég vissi ekki einu sinni hvað flysjuð slagæð var.“ Elvar hafði ekki algenga áhættu þætti eins og háan blóðþrýsting. „Ég er meira að segja með lágan blóðþrýsting alltaf og þarf að passa mig að halda vökvajafnvægi því annars svimar mig þegar ég stend upp. Þannig að það er enginn áhættuþáttur og ég reyki ekki.“ Elvar Geir hefur spilað með fjölda hljómsveita og starfar sem hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu. Hann er núna í endurhæfingu á Grensás. Vísir/Vilhelm Vissi að þetta væri alvarlegt Elvar fær heilablóðfallið seint um kvöld og hafði þá verið slappur allan daginn án þess að hafa nokkurn grun um það hvað gæti verið í gangi. „Ég var að fara að sofa og búinn að vera hundslappur þann daginn. Ég var að hagræða mér á koddanum og þá finn ég bara sting aftan í kokinu. Þetta er svona tilfinning ekkert ósvipuð því þegar þú vaknar með hálsbólgu og þú veist að hún verður alveg hræðileg, nema þetta var á öðrum stað. Sami verkur en á vitlausum stað. Svo nokkrum sekúndum seinna skíst sársaukapíla niður hálsinn á mér og ég fékk verk á bak við augað. Þegar ég ætla að segja eitthvað við konuna mína þá er röddin mín bara farin. Raddböndin voru þá bæði alveg lömuð og ég umlaði bara. Ég fann ekki fyrir gómnum á mér og hálsinum svo ég gat ekki kyngt, ég bara slefaði. Það fór ekkert á milli mála að það væri eitthvað alvarlegt að.“ Á þessum tímapunkti var Elvar mjög kvalinn og vissi að þetta gætu verið alvarleg veikindi en viðhorfið sem hann fékk þegar hann kallaði eftir aðstoð voru þannig að hann byrjaði að efast um þá sannfæringu sína. Í fyrstu töldu viðbragðsaðilar og heilbrigðisstarfsmenn að orsökin væri andleg. „Ég hringdi á Neyðarlínuna og það gerðu allir ráð fyrir því að ég væri að fá eitthvað kvíðakast.“ Elvar segir að þessi einkenni frá svona heilablóðfalli séu þannig að það komi skaði báðu megin á heilastofninn. „Þannig að ég var ekki að sýna þessi dæmigerðu heilablóðfallseinkenni þar sem maður lamast öðru megin eða getur ekki brosað eða eitthvað svoleiðis.“ Sagt að slaka bara á Það datt því engum í hug að Elvar væri að fá heilablóðfall, ekki fyrr en hann var myndaður á bráðamóttökunni svolítið eftir komuna á sjúkrahúsið. „Þá sjá þau að það er flysjuð slagæð og blóðtappi. Fram að því þá var bara talað við mig eins og ég væri með einhvern rosalegan kvíða, að ég ætti bara að slaka aðeins á og þau buðu mér róandi.“ Elvar segir að hann hafi þá byrjað að trúa þeim. Hann reyndi því að róa sig niður, lokaði augunum og einbeitti sér að öndun. „Þá kom læknir og lét mig gera jafnvægisæfingar. Þá kemur í ljós að ég get ekki gengið því ég held ekki jafnvægi. Ég held að maður missi ekki jafnvægið á kvíða.“ Þetta hefði getað farið ennþá verr ef þessi læknir hefði ekki áttað sig á þessu og sent hann í myndatöku. Ekki löngu síðar var Elvar kominn í hjartastopp. Fann lækninn hnoða hjartað aftur í gang „Hjartað mitt stoppaði innan við klukkutíma eftir að ég kom á bráðamóttökuna, eftir myndatökuna. Þá var ég með hjartamónitor á mér og súrefnismettunarmónitor og allt það. Þannig að þau sjá það bara og ég sá það. Ég var að horfa á mónitorinn og ég sá hjartsláttinn minn bara hrapa niður og mér sortnaði fyrir augum. Það varð einhvern veginn þyngra og þyngra að anda þar til að mér fannst eins og verið væri að kreista mig. Ég gat andað frá mér en ekki að mér. Það næsta sem ég veit er að læknirinn er á mér, að hnoða mig. Ég sá hana hnoða mig. Ég upplifi að mér er skellt aftur í sjúkrarúminu og það er verið að hnoða mig. Ég næ að hugsa „ég trúi ekki að þetta sé að gerast, þetta er svo fáránlegt“ og „Rosalega er þessi kona sterk“ af því að þetta var svo rosalega mikill kraftur.“ Hjartað stopp í 20 sekúndur Það sem Elvar heyrði næst var „Það er kominn púls“ og hann segir að þá hafi birt yfir öllu. „Ég upplifði þetta bara sem tvær, þrjár sekúndur en þetta voru alveg 20 sekúndur. Það bara slökknaði á upptöku á meðan hjá mér þannig að ég hef engar fregnir að handan,“ segir Elvar og hlær. Aldrei í þessu ferli óttaðist Elvar að hann væri að deyja, hugsanirnar náðu aldrei að fara þangað. „Ég trúði því ekki einu sinni þegar ég sé lækninn, sé hana fyrir mér að hnoða mig. Samt var ég ekki að hugsa ég er að fara að deyja, ég náði bara ekki að meðtaka það. Þegar ég kem til baka þá er ég miklu verri. Þá hafði blætt inn á heilann og þá hef ég varla meðvitund. Það er allt í móðu eftir það en fram að þessu þá var ég með fullri meðvitund.“ Elvar Geir dvaldi í meira en mánuð á sjúkrahúsi og segir að fyrstu dagarnir séu í móðu. Hann man þó vel eftir því þegar hjartað stoppaði og læknirinn hnoðaði hann.Mynd/Úr einkasafni Man enn eftir uppköstunum Elvar var á bráðadeildinni í tvo sólarhringa og var þetta erfiður tími fyrir aðstandendur hans. „Ég man voða lítið eftir því. Ég kastaði mikið upp og man eftir því að vera að kasta upp. Ég gat ekki kyngt og gat ekki borðað. Það síðasta sem ég hafði borðað var Eldsmiðjupizza, Pepperoni Special mínus pepperoni með Srirachasósu. Það er rosalega vont að kasta því upp, hræðilegt.“ Hann var mikið verkjaður og því settur á sterk verkjalyf. Þegar Elvar varð stöðugur var hann fluttur á taugadeild þar sem hann var í mánuð. „Ég ræddi þetta við sálfræðinginn minn, að ég var þarna að horfa á svo mikinn bata og var svo bjartsýnn og jákvæður gagnvart þessu öllu saman, þannig að mér fannst næstum því gaman að takast á við þetta verkefni. En svo hafa fjölskyldumeðlimir mínir bent mér á að segja ekki að þetta hafi verið gaman því mér hafi svo sannarlega ekki fundist þetta gaman þegar ég var sem veikastur. En ég einhvern veginn bara „blockaði“ það bara út.“ Áfallið kom aðeins seinna Elvar segir að þegar hann líti til baka þá sjái hann þetta bara allt sem verkefni sem hann þurfti að kljást við, af því að hann hafi alltaf séð svo miklar framfarir í bataferlinu og því getað verið bjartsýnn. „Ef að þetta væri svona upp og niður eins og það er hjá svo ofsalega mörgum, þá er miklu erfiðara að takast á við það.“ Elvar segir að þetta hafi verið tilfinningalegur rússíbani fyrir hans nánustu. Eiginkona hans, Ragnheiður Eiríksdóttir eða Heiða í Unun eins og flestir þekkja hana, var á staðnum þegar Elvar fór í hjartastopp og læknirinn þurfti að hnoða hann aftur í gang. „Konan mín var hjá mér á bráðamóttökunni, ég hefði ekki viljað vera vitni í því þegar konan mín er hnoðuð af bráðalækni. Mér finnst það bara hrikaleg tilhugsun.En fyrstu dagana þá meðtók hún þetta ekkert frekar en ég, þannig að hún er bara á sjálfstýringu að redda hlutunum. En svo „crashar“ hún og fær rosalegt áfall þegar ég er orðinn stöðugur.“ Svartsýnn og kaldhæðinn raunsæismaður Í þessum skyndilegu veikindum fann Elvar bæði styrk og hugarfar sem hann hafði ekki hugmynd um að byggi innra með honum. „Ég man alveg hvernig er að hafa ekki þurft að takast á við erfið veikindi og vera að lesa viðtöl við fólk eins og ég er í núna, og hugsað að ég vissi ekki hvort að ég myndi ráða við þetta. En svo þegar maður er í þessu, þá náði ég einhvern veginn aldrei að hugsa um það hvort ég gæti höndlað þetta. Það eina sem var í boði var að höndla þetta. Hugsunin kom ekki einu sinni upp af því að ef ég ætlaði ekki að höndla þetta, hvað ætlaði ég þá að gera?“ Elvar segir að það hafi komið honum sjálfum mjög mikið á óvart hvernig hann hefur tekist á við þetta erfiða verkefni. „Ég hefði aldrei búist við því að ég byggi yfir svona mikilli jákvæðni. Ég hef alltaf verið frekar svartsýnn, raunsæismaður og kaldhæðinn. Það sem ég var að hugsa var að ég dó og lifnaði við. Heilablóðfallið var til að byrja með algjört aukaatriði. Fyrstu dagana var ég alveg máttlaus og ég hugsaði að auðvitað væri ég máttvana þar sem ég fór í hjartastopp. Svo hef ég einhvern vegin verið svo glaður að vera lifandi að ég hef ekki fengið þetta þunglyndiskast í kjölfarið.“ Fjöldi hljómsveita spilar á samstöðu- og styrktartónleikum Elvars á Hard Rock.Mynd/Facebook Tók hálfan dag í einu Erfiðum veikindum fylgir oft mikill tekjumissir hjá fjölskyldum. Erla Ósk Sævarsdóttir systir Elvars og Stefán Magnússon framkvæmdastjóri Hard Rock ákváðu því að setja af stað söfnun og halda styrktartónleika fyrir Elvar. Þau vildu að Elvar myndi finna að hann væri ekki einn og tryggja að hann þyrfti ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á meðan að hann einbeitir sér að batanum. Viðburðurinn ber heitið Samstöðu- og styrktarpartý fyrir Elvar og fara fram á Hard Rock í kvöld, föstudaginn 6. desember. Elvar segir að þegar hann frétti fyrst af viðburðinum hafi hann hugsað að þetta væri algjör óþarfi hjá þeim vegna þess að væri bara lúksusvandamál í ljósi þess að hann lifði þetta af. „Þegar maður er inni á spítala, þá eru skilaboðin sem maður fær frá starfsfólki „Þú ert hérna núna og þarft að takast á við lífið hálfan dag í einu.“ Lífið fyrir utan bara gufaði upp, til að byrja með þá bara var það ekkert inni á radarnum. En það er núna þegar ég er að koma til baka og finn að ég er að fá smá kraft, að þá finn ég að það er allt að fara aðeins hraðar en ég ræð við. Ég er svona að rembast við að halda í við lífið en ég verð bara að sleppa og slaka á. Ég er að átta mig á því núna og er að takast á við það núna.“ Elvar segir að inni á spítalanum hafi hann aðeins verið að miða sig við sjálfan sig og fagnað hverjum áfanga eins og að geta staðið á öðrum fæti í 30 sekúndur, að ná að lyfta 25 kílóum í bekkpressu núna eftir að hafa byrjað í sex kílóum. Inni á þessum verndaða stað hafi hann fengið hrós fyrir framfarirnar en þegar hann byrjaði að fara út áttaði hann sig á því hversu langt er í land, einföld verkefni eru erfiðari og flóknari í dag. „Að vera í endurhæfingu er eins og að fara aftur á leikskóla, maður er eins og lítill krakki og manni er sagt hvað maður á að gera af fullorðna fólkinu sem hvetur mann áfram og hrósar manni. Maður bara brosir hringinn þegar manni er hrósað,“ segir Elvar og hlær. Elvar hefur verið í Endurhæfingu á Grensás síðustu mánuði en þessi vika er sérstök því nú er hann byrjaður að vera aðeins þrjá daga vikunnar á Grensás. „Ég á að útskrifast 17. desember og ég er alveg með blendnar tilfinningar af því að þetta er svo mikið öryggi að vera þar. En auðvitað verður maður einhvern tímann að takast á við lífið. Það eru alltaf einhverjar líkur á því í einhvern tíma að fólk sem hefur fengið heilablóðfall fái það aftur. En þær minnka alltaf eftir því sem tíminn líður.“ Ekki hægt að fá sama heilablóðfallið tvisvar Aðspurður hvort hann óttist að lenda í þessu aftur, er Elvar fljótur að svara því játandi. „Á kvöldin þegar ég er þreyttur þá byrja ég að finna einkenni, þá fæ ég þessa verki aftur. Af því að þetta er auðvitað bara sár. Eins og taugalæknirinn minn sagði mér þá er bara sár á heilanum. Eins og með öll sár þá ertu bara aumur og þegar ég er þreyttur þá fæ ég þessa verki aftur og þá fæ ég alltaf svona „ó shit er ballið að byrja aftur núna.“ Læknirinn sagði samt við mig að annað heilablóðfall er önnur einkenni. Þú færð aldrei sama heilablóðfallið tvisvar. Þú færð ekki sama heilablóðfallið aftur af því að sá partur af heilanum þínum er dauður.“ Heilbrigðisstarfsfólk ætti að fá mun meira borgað að mati Elvars, sem er þakklátur fyrir umönnina, kærleikinn og hvatninguna. Vísir/Vilhelm Fékk næringu í gegnum sondu Elvar segir að þessi æð sé ennþá flysjuð og að það taki marga mánuði fyrir hana að gróa aftur, stundum gerist það aldrei. Hann er því á blóðþynnandi lyfjum til þess að koma í veg fyrir að annar blóðtappi myndist. Elvar er enn að kljást við afleiðingar heilablóðfallsins en hefur náð miklum framförum síðan þetta gerðist í ágúst. „Til að byrja með gat ég ekki borðað, ég var algjörlega lamaður í hálsinum. Ég er búinn að vera í stífri talþjálfun og kyngingaræfingum. Talþjálfarar eru algjörir snillingar. Ég var bara með gat í maganum og fékk næringu í gegnum sondu beint í magann og ég hef aldrei litið betur út, húðin var alveg glansandi enda var ég að fá alveg fullkomna næringu,“ segir Elvar. Hann virðist reyna að finna jákvæðar hliðar á þessu öllu saman. Forgangsröðunin breytt Elvar er núna með lamað raddband og tungan er einnig lömuð að hluta. Tíminn verður svo bara að leiða í ljós hverjar varanlegar afleiðingar veikindanna verða. „Ég er búinn að taka ýmislegt í gegn og er að stunda miklu meiri líkamsrækt og er að passa upp á svefninn. Öll þessi klassísku ráð, þau virka. Ég hef engan áhuga á að fara aftur í það far sem ég var í þar sem ég var að vinna ógeðslega mikið og var að sýna vinnualkahólísk einkenni. Núna finnst mér virkir í athugasemdum bara fyndnir.“ Í veikindunum byrjaði Elvar að forgangsraða hlutunum enn betur og gerðist það algjörlega ómeðvitað. „Það sem skiptir máli bara birtist, það birtist einhvern veginn þegar þú hefur ekki orku til að halda á mörgum boltum í einu í lífinu. Þá sogastu bara að því sem skiptir mestu máli, þú þarft ekki einu sinni að hugsa þig um.“ Fjölskyldan lét gera boli sem seldir verða á tónleikunum í kvöld.Mynd/Úr einkasafni Fullur þakklætis Elvar segir að hann sé fullur þakklætis öllu því fólki sem kom að umönnun hans á þessum erfiða tíma. „Ég vil koma þökkum til allra á taugadeildinni, á B2 og á Grensás. Þetta er ótrúlegt fólk. Alltaf þegar ég þakka þeim segja þau að þau séu bara vinna vinnuna sína. En á meðan að við vitum að það er ekki bara það, kærleikur og hvatning eru ekkert sjálfgefið. Ég get ekki þakkað þeim nóg og ég vildi óska þess að ég gæti hækkað launin þeirra upp í eina og hálfa milljón á mánuði.“Styrktarviðburðurinn er eins og áður segir í kvöld á Hard Rock. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem koma fram á viðburðinum í kvöld eru HAM, Sólstafir, Skálmöld, Morðingjarnir, Momentum, Kolrassa Krókríðandi, Flekar, Volcanova, Devine Defilement, Dr. Gunni og hljómsveit og DJ Töfri. „Mér langar að þakka þessum hljómsveitum frá mínum dýpstu hjartarótum. Það er svo sannarlega ekki sjálfgefið að allir skyldu segja já, þetta er bara svakalegt. Þetta er rosaleg dagskrá, þetta er bara festival sem ég myndi borga mig inn á, ekki spurning. Þetta er bara ótrúlegt.“Skipuleggjendur benda þeim sem vilja styrkja Elvar Geir frekar eða sjá sér ekki fært að mæta á tónleikana á sérstakan reikning: 0370-22-018601 kt. 120583-3609. Heilbrigðismál Helgarviðtal Viðtal Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Elvari Geir Sævarssyni var kippt út úr sínu daglega lífi þegar hann fékk heilablóðfall þann 22. ágúst síðastliðinn. Hann fór í hjartastopp í 20 sekúndur en læknir á bráðadeild bjargaði lífi hans. Elvar dvaldi rúman mánuð á sjúkrahúsi og hefur verið í endurhæfingu síðan og þakkar fyrir að vera á lífi. Hann er með lamað raddband og tungan er einnig lömuð að hluta en í veikindunum kom hann sjálfum sér á óvart með jákvæðu hugarfari. „Ég var alveg búinn að vera heilsuhraustur. Ég var kannski búinn að vinna svolítið mikið, sofa lítið og hvílast lítið. En ég var búinn að vera í sumarfríi þegar þetta gerist svo það er ekki eins og það hafi verið ótrúlega mikið álag akkúrat þá,“ segir Elvar um aðdraganda veikindanna. Engum datt þetta í hug Læknarnir segja að það sé hugsanlegt að heilablóðfallið hafi orsakast vegna höggs sem Elvar varð fyrir fyrr um sumarið, það er þó ekki hægt að fullyrða neitt um það, en taldar eru einhverjar líkur á því. „Það sem gerist er að ég fæ smá högg á hnakkann í rútu frá Prag til Kölnar í júlí. Við fjölskyldan fórum í hálfgerða Interrail ferð um Austur-Evrópu, ég og konan mín og strákurinn okkar.“ Rúmum mánuði eftir ferðalagið fær Elvar blóðtappa og heilablóðfall sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hans og hugarfar. „Það flysjast úr slagæð aftan á hnakkanum og það þýðir að innra byrði hennar fellur saman og þá myndast blóðtappi sem síðan skýst upp í heila.“ Eftir ferðalagið var Elvar með mikla verki sem ekki tókst að finna skýringar á. „Þetta er svo sjaldgæft að það datt engum þetta í hug. Ég var búinn að fara til lækna og sjúkraþjálfara og búinn að vera að leita að einhverju við þessu en það datt engum í hug að ég væri með flysjaða slagæð, það er svo fáránlega sjaldgæft. Ég vissi ekki einu sinni hvað flysjuð slagæð var.“ Elvar hafði ekki algenga áhættu þætti eins og háan blóðþrýsting. „Ég er meira að segja með lágan blóðþrýsting alltaf og þarf að passa mig að halda vökvajafnvægi því annars svimar mig þegar ég stend upp. Þannig að það er enginn áhættuþáttur og ég reyki ekki.“ Elvar Geir hefur spilað með fjölda hljómsveita og starfar sem hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu. Hann er núna í endurhæfingu á Grensás. Vísir/Vilhelm Vissi að þetta væri alvarlegt Elvar fær heilablóðfallið seint um kvöld og hafði þá verið slappur allan daginn án þess að hafa nokkurn grun um það hvað gæti verið í gangi. „Ég var að fara að sofa og búinn að vera hundslappur þann daginn. Ég var að hagræða mér á koddanum og þá finn ég bara sting aftan í kokinu. Þetta er svona tilfinning ekkert ósvipuð því þegar þú vaknar með hálsbólgu og þú veist að hún verður alveg hræðileg, nema þetta var á öðrum stað. Sami verkur en á vitlausum stað. Svo nokkrum sekúndum seinna skíst sársaukapíla niður hálsinn á mér og ég fékk verk á bak við augað. Þegar ég ætla að segja eitthvað við konuna mína þá er röddin mín bara farin. Raddböndin voru þá bæði alveg lömuð og ég umlaði bara. Ég fann ekki fyrir gómnum á mér og hálsinum svo ég gat ekki kyngt, ég bara slefaði. Það fór ekkert á milli mála að það væri eitthvað alvarlegt að.“ Á þessum tímapunkti var Elvar mjög kvalinn og vissi að þetta gætu verið alvarleg veikindi en viðhorfið sem hann fékk þegar hann kallaði eftir aðstoð voru þannig að hann byrjaði að efast um þá sannfæringu sína. Í fyrstu töldu viðbragðsaðilar og heilbrigðisstarfsmenn að orsökin væri andleg. „Ég hringdi á Neyðarlínuna og það gerðu allir ráð fyrir því að ég væri að fá eitthvað kvíðakast.“ Elvar segir að þessi einkenni frá svona heilablóðfalli séu þannig að það komi skaði báðu megin á heilastofninn. „Þannig að ég var ekki að sýna þessi dæmigerðu heilablóðfallseinkenni þar sem maður lamast öðru megin eða getur ekki brosað eða eitthvað svoleiðis.“ Sagt að slaka bara á Það datt því engum í hug að Elvar væri að fá heilablóðfall, ekki fyrr en hann var myndaður á bráðamóttökunni svolítið eftir komuna á sjúkrahúsið. „Þá sjá þau að það er flysjuð slagæð og blóðtappi. Fram að því þá var bara talað við mig eins og ég væri með einhvern rosalegan kvíða, að ég ætti bara að slaka aðeins á og þau buðu mér róandi.“ Elvar segir að hann hafi þá byrjað að trúa þeim. Hann reyndi því að róa sig niður, lokaði augunum og einbeitti sér að öndun. „Þá kom læknir og lét mig gera jafnvægisæfingar. Þá kemur í ljós að ég get ekki gengið því ég held ekki jafnvægi. Ég held að maður missi ekki jafnvægið á kvíða.“ Þetta hefði getað farið ennþá verr ef þessi læknir hefði ekki áttað sig á þessu og sent hann í myndatöku. Ekki löngu síðar var Elvar kominn í hjartastopp. Fann lækninn hnoða hjartað aftur í gang „Hjartað mitt stoppaði innan við klukkutíma eftir að ég kom á bráðamóttökuna, eftir myndatökuna. Þá var ég með hjartamónitor á mér og súrefnismettunarmónitor og allt það. Þannig að þau sjá það bara og ég sá það. Ég var að horfa á mónitorinn og ég sá hjartsláttinn minn bara hrapa niður og mér sortnaði fyrir augum. Það varð einhvern veginn þyngra og þyngra að anda þar til að mér fannst eins og verið væri að kreista mig. Ég gat andað frá mér en ekki að mér. Það næsta sem ég veit er að læknirinn er á mér, að hnoða mig. Ég sá hana hnoða mig. Ég upplifi að mér er skellt aftur í sjúkrarúminu og það er verið að hnoða mig. Ég næ að hugsa „ég trúi ekki að þetta sé að gerast, þetta er svo fáránlegt“ og „Rosalega er þessi kona sterk“ af því að þetta var svo rosalega mikill kraftur.“ Hjartað stopp í 20 sekúndur Það sem Elvar heyrði næst var „Það er kominn púls“ og hann segir að þá hafi birt yfir öllu. „Ég upplifði þetta bara sem tvær, þrjár sekúndur en þetta voru alveg 20 sekúndur. Það bara slökknaði á upptöku á meðan hjá mér þannig að ég hef engar fregnir að handan,“ segir Elvar og hlær. Aldrei í þessu ferli óttaðist Elvar að hann væri að deyja, hugsanirnar náðu aldrei að fara þangað. „Ég trúði því ekki einu sinni þegar ég sé lækninn, sé hana fyrir mér að hnoða mig. Samt var ég ekki að hugsa ég er að fara að deyja, ég náði bara ekki að meðtaka það. Þegar ég kem til baka þá er ég miklu verri. Þá hafði blætt inn á heilann og þá hef ég varla meðvitund. Það er allt í móðu eftir það en fram að þessu þá var ég með fullri meðvitund.“ Elvar Geir dvaldi í meira en mánuð á sjúkrahúsi og segir að fyrstu dagarnir séu í móðu. Hann man þó vel eftir því þegar hjartað stoppaði og læknirinn hnoðaði hann.Mynd/Úr einkasafni Man enn eftir uppköstunum Elvar var á bráðadeildinni í tvo sólarhringa og var þetta erfiður tími fyrir aðstandendur hans. „Ég man voða lítið eftir því. Ég kastaði mikið upp og man eftir því að vera að kasta upp. Ég gat ekki kyngt og gat ekki borðað. Það síðasta sem ég hafði borðað var Eldsmiðjupizza, Pepperoni Special mínus pepperoni með Srirachasósu. Það er rosalega vont að kasta því upp, hræðilegt.“ Hann var mikið verkjaður og því settur á sterk verkjalyf. Þegar Elvar varð stöðugur var hann fluttur á taugadeild þar sem hann var í mánuð. „Ég ræddi þetta við sálfræðinginn minn, að ég var þarna að horfa á svo mikinn bata og var svo bjartsýnn og jákvæður gagnvart þessu öllu saman, þannig að mér fannst næstum því gaman að takast á við þetta verkefni. En svo hafa fjölskyldumeðlimir mínir bent mér á að segja ekki að þetta hafi verið gaman því mér hafi svo sannarlega ekki fundist þetta gaman þegar ég var sem veikastur. En ég einhvern veginn bara „blockaði“ það bara út.“ Áfallið kom aðeins seinna Elvar segir að þegar hann líti til baka þá sjái hann þetta bara allt sem verkefni sem hann þurfti að kljást við, af því að hann hafi alltaf séð svo miklar framfarir í bataferlinu og því getað verið bjartsýnn. „Ef að þetta væri svona upp og niður eins og það er hjá svo ofsalega mörgum, þá er miklu erfiðara að takast á við það.“ Elvar segir að þetta hafi verið tilfinningalegur rússíbani fyrir hans nánustu. Eiginkona hans, Ragnheiður Eiríksdóttir eða Heiða í Unun eins og flestir þekkja hana, var á staðnum þegar Elvar fór í hjartastopp og læknirinn þurfti að hnoða hann aftur í gang. „Konan mín var hjá mér á bráðamóttökunni, ég hefði ekki viljað vera vitni í því þegar konan mín er hnoðuð af bráðalækni. Mér finnst það bara hrikaleg tilhugsun.En fyrstu dagana þá meðtók hún þetta ekkert frekar en ég, þannig að hún er bara á sjálfstýringu að redda hlutunum. En svo „crashar“ hún og fær rosalegt áfall þegar ég er orðinn stöðugur.“ Svartsýnn og kaldhæðinn raunsæismaður Í þessum skyndilegu veikindum fann Elvar bæði styrk og hugarfar sem hann hafði ekki hugmynd um að byggi innra með honum. „Ég man alveg hvernig er að hafa ekki þurft að takast á við erfið veikindi og vera að lesa viðtöl við fólk eins og ég er í núna, og hugsað að ég vissi ekki hvort að ég myndi ráða við þetta. En svo þegar maður er í þessu, þá náði ég einhvern veginn aldrei að hugsa um það hvort ég gæti höndlað þetta. Það eina sem var í boði var að höndla þetta. Hugsunin kom ekki einu sinni upp af því að ef ég ætlaði ekki að höndla þetta, hvað ætlaði ég þá að gera?“ Elvar segir að það hafi komið honum sjálfum mjög mikið á óvart hvernig hann hefur tekist á við þetta erfiða verkefni. „Ég hefði aldrei búist við því að ég byggi yfir svona mikilli jákvæðni. Ég hef alltaf verið frekar svartsýnn, raunsæismaður og kaldhæðinn. Það sem ég var að hugsa var að ég dó og lifnaði við. Heilablóðfallið var til að byrja með algjört aukaatriði. Fyrstu dagana var ég alveg máttlaus og ég hugsaði að auðvitað væri ég máttvana þar sem ég fór í hjartastopp. Svo hef ég einhvern vegin verið svo glaður að vera lifandi að ég hef ekki fengið þetta þunglyndiskast í kjölfarið.“ Fjöldi hljómsveita spilar á samstöðu- og styrktartónleikum Elvars á Hard Rock.Mynd/Facebook Tók hálfan dag í einu Erfiðum veikindum fylgir oft mikill tekjumissir hjá fjölskyldum. Erla Ósk Sævarsdóttir systir Elvars og Stefán Magnússon framkvæmdastjóri Hard Rock ákváðu því að setja af stað söfnun og halda styrktartónleika fyrir Elvar. Þau vildu að Elvar myndi finna að hann væri ekki einn og tryggja að hann þyrfti ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á meðan að hann einbeitir sér að batanum. Viðburðurinn ber heitið Samstöðu- og styrktarpartý fyrir Elvar og fara fram á Hard Rock í kvöld, föstudaginn 6. desember. Elvar segir að þegar hann frétti fyrst af viðburðinum hafi hann hugsað að þetta væri algjör óþarfi hjá þeim vegna þess að væri bara lúksusvandamál í ljósi þess að hann lifði þetta af. „Þegar maður er inni á spítala, þá eru skilaboðin sem maður fær frá starfsfólki „Þú ert hérna núna og þarft að takast á við lífið hálfan dag í einu.“ Lífið fyrir utan bara gufaði upp, til að byrja með þá bara var það ekkert inni á radarnum. En það er núna þegar ég er að koma til baka og finn að ég er að fá smá kraft, að þá finn ég að það er allt að fara aðeins hraðar en ég ræð við. Ég er svona að rembast við að halda í við lífið en ég verð bara að sleppa og slaka á. Ég er að átta mig á því núna og er að takast á við það núna.“ Elvar segir að inni á spítalanum hafi hann aðeins verið að miða sig við sjálfan sig og fagnað hverjum áfanga eins og að geta staðið á öðrum fæti í 30 sekúndur, að ná að lyfta 25 kílóum í bekkpressu núna eftir að hafa byrjað í sex kílóum. Inni á þessum verndaða stað hafi hann fengið hrós fyrir framfarirnar en þegar hann byrjaði að fara út áttaði hann sig á því hversu langt er í land, einföld verkefni eru erfiðari og flóknari í dag. „Að vera í endurhæfingu er eins og að fara aftur á leikskóla, maður er eins og lítill krakki og manni er sagt hvað maður á að gera af fullorðna fólkinu sem hvetur mann áfram og hrósar manni. Maður bara brosir hringinn þegar manni er hrósað,“ segir Elvar og hlær. Elvar hefur verið í Endurhæfingu á Grensás síðustu mánuði en þessi vika er sérstök því nú er hann byrjaður að vera aðeins þrjá daga vikunnar á Grensás. „Ég á að útskrifast 17. desember og ég er alveg með blendnar tilfinningar af því að þetta er svo mikið öryggi að vera þar. En auðvitað verður maður einhvern tímann að takast á við lífið. Það eru alltaf einhverjar líkur á því í einhvern tíma að fólk sem hefur fengið heilablóðfall fái það aftur. En þær minnka alltaf eftir því sem tíminn líður.“ Ekki hægt að fá sama heilablóðfallið tvisvar Aðspurður hvort hann óttist að lenda í þessu aftur, er Elvar fljótur að svara því játandi. „Á kvöldin þegar ég er þreyttur þá byrja ég að finna einkenni, þá fæ ég þessa verki aftur. Af því að þetta er auðvitað bara sár. Eins og taugalæknirinn minn sagði mér þá er bara sár á heilanum. Eins og með öll sár þá ertu bara aumur og þegar ég er þreyttur þá fæ ég þessa verki aftur og þá fæ ég alltaf svona „ó shit er ballið að byrja aftur núna.“ Læknirinn sagði samt við mig að annað heilablóðfall er önnur einkenni. Þú færð aldrei sama heilablóðfallið tvisvar. Þú færð ekki sama heilablóðfallið aftur af því að sá partur af heilanum þínum er dauður.“ Heilbrigðisstarfsfólk ætti að fá mun meira borgað að mati Elvars, sem er þakklátur fyrir umönnina, kærleikinn og hvatninguna. Vísir/Vilhelm Fékk næringu í gegnum sondu Elvar segir að þessi æð sé ennþá flysjuð og að það taki marga mánuði fyrir hana að gróa aftur, stundum gerist það aldrei. Hann er því á blóðþynnandi lyfjum til þess að koma í veg fyrir að annar blóðtappi myndist. Elvar er enn að kljást við afleiðingar heilablóðfallsins en hefur náð miklum framförum síðan þetta gerðist í ágúst. „Til að byrja með gat ég ekki borðað, ég var algjörlega lamaður í hálsinum. Ég er búinn að vera í stífri talþjálfun og kyngingaræfingum. Talþjálfarar eru algjörir snillingar. Ég var bara með gat í maganum og fékk næringu í gegnum sondu beint í magann og ég hef aldrei litið betur út, húðin var alveg glansandi enda var ég að fá alveg fullkomna næringu,“ segir Elvar. Hann virðist reyna að finna jákvæðar hliðar á þessu öllu saman. Forgangsröðunin breytt Elvar er núna með lamað raddband og tungan er einnig lömuð að hluta. Tíminn verður svo bara að leiða í ljós hverjar varanlegar afleiðingar veikindanna verða. „Ég er búinn að taka ýmislegt í gegn og er að stunda miklu meiri líkamsrækt og er að passa upp á svefninn. Öll þessi klassísku ráð, þau virka. Ég hef engan áhuga á að fara aftur í það far sem ég var í þar sem ég var að vinna ógeðslega mikið og var að sýna vinnualkahólísk einkenni. Núna finnst mér virkir í athugasemdum bara fyndnir.“ Í veikindunum byrjaði Elvar að forgangsraða hlutunum enn betur og gerðist það algjörlega ómeðvitað. „Það sem skiptir máli bara birtist, það birtist einhvern veginn þegar þú hefur ekki orku til að halda á mörgum boltum í einu í lífinu. Þá sogastu bara að því sem skiptir mestu máli, þú þarft ekki einu sinni að hugsa þig um.“ Fjölskyldan lét gera boli sem seldir verða á tónleikunum í kvöld.Mynd/Úr einkasafni Fullur þakklætis Elvar segir að hann sé fullur þakklætis öllu því fólki sem kom að umönnun hans á þessum erfiða tíma. „Ég vil koma þökkum til allra á taugadeildinni, á B2 og á Grensás. Þetta er ótrúlegt fólk. Alltaf þegar ég þakka þeim segja þau að þau séu bara vinna vinnuna sína. En á meðan að við vitum að það er ekki bara það, kærleikur og hvatning eru ekkert sjálfgefið. Ég get ekki þakkað þeim nóg og ég vildi óska þess að ég gæti hækkað launin þeirra upp í eina og hálfa milljón á mánuði.“Styrktarviðburðurinn er eins og áður segir í kvöld á Hard Rock. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem koma fram á viðburðinum í kvöld eru HAM, Sólstafir, Skálmöld, Morðingjarnir, Momentum, Kolrassa Krókríðandi, Flekar, Volcanova, Devine Defilement, Dr. Gunni og hljómsveit og DJ Töfri. „Mér langar að þakka þessum hljómsveitum frá mínum dýpstu hjartarótum. Það er svo sannarlega ekki sjálfgefið að allir skyldu segja já, þetta er bara svakalegt. Þetta er rosaleg dagskrá, þetta er bara festival sem ég myndi borga mig inn á, ekki spurning. Þetta er bara ótrúlegt.“Skipuleggjendur benda þeim sem vilja styrkja Elvar Geir frekar eða sjá sér ekki fært að mæta á tónleikana á sérstakan reikning: 0370-22-018601 kt. 120583-3609.
Heilbrigðismál Helgarviðtal Viðtal Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira