Lífið

Kyn­slóðirnar sam­einast í jóla­gleði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það var líf og fjör í Hæðargarði í gær.
Það var líf og fjör í Hæðargarði í gær. vísir/vilhelm

Börn á leikskólanum Jörfa heimsóttu í gær stórvini sína í Hæðargarði, sem er félagsmiðstöð fyrir fullorðna, og héldu árlegt jólaball.

Samgangur er á milli hópanna allt árið og heimsækja börnin til að mynda Hæðargarð tvisvar í mánuði til að hlusta á sögur og spjalla.

Það var glatt á hjalla á jólaballinu, Bjúgnakrækir mætti með mandarínur og svo var að sjálfsögðu sungið og dansað í kringum jólatré.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um jólaballið þar sem krakkarnir á Jörfa syngja meðal annars hið klassíska jólalag Adam átti syni sjö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×