Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, uppskar virðingu margra um síðustu helgi er hann fór fimm lotur gegn meistaranum í veltivigt með brotin kjálka.
Colby mætti Kamaru Usman í fimm lotu bardaga en í þriðju lotu brotnaði kjálkinn er hann fékk tvö þung högg. Hann sagði horninu sínu frá því eftir lotuna en beit á jaxlinn og hélt áfram.
Colby Covington's broken jaw following the match with the Kamaru Usman. Covington is medically suspended for 6 months. pic.twitter.com/8fUoCO5eik
— Jugnu (@iTheTorchBearer) December 18, 2019
Það skilaði þó engu því Usman náði tæknilegu rothöggi á Covington er lítið var eftir af fimmtu lotunni.
Hann þarf eðlilega að fara í aðgerð vegna meiðslanna og verður á meiðslalista UFC næsta hálfa árið að öllum líkindum. Mörgum reyndar til mikillar gleði.