Lífið

Fékk inn­blástur frá Macaulay Cul­kin og út­bjó enn betri prumpu­glimmer-sprengju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi sprengja heppnaðist mjög vel.
Þessi sprengja heppnaðist mjög vel.

Fyrir um einu og hálfu ári varð verkfræðingurinn Mark Rober mjög reiður þegar þjófar stálu pakka frá heimili hans. Lögreglan sagðist ekkert geta gert þó hann væri með upptöku af parinu sem stal af honum.

Því ákvað hann að leggja gildru fyrir þjófana en fyrst þurfti hann að hanna og búa slíka gildru til. Þar kom ferill Rober sér vel, því hann vann hjá NASA og hannaði búnað sem er um borð í Curiosity, vélmenni NASA á Mars.

Rober hefur sömuleiðis hannað ýmislegt annað og hefur getið sér gott orð á Youtube, þar sem hann deildi myndbandi af þróun gildrunnar á sínum tíma og því þegar þjófar féll í gildruna.



Hann útbjó kassa með hreyfiskynjara, símum til að taka upp myndbönd, glimmersprengju og prumpuspreyi. Prumpuspreyinu var ætlað að tryggja að þjófarnir hentu kassanum svo Rober gæti sótt hann aftur, því auðvitað var einnig staðsetningartæki í honum. Pakkinn spreyjar prumpulykt með nokkurra sekúndna millibili.

Nú hefur hann hannað enn betri útgáfu sem er með meira gimmeri og verri prumpulykt. Hann sýnir frá öllu framleiðsluferlinu á YouTube-rás sinni en á um einum sólahringi hefur verið horft á myndbandið um átta milljón sinnum.

Rober fékk innblástur frá sjálfum Macaulay Culkin og úr Home Alone kvikmyndunum sem hann fór með aðalhlutverkið í. Hann útbjó margar sprengjur og gildrur fyrir þjófa og má sjá afraksturinn hér að neðan.


Tengdar fréttir

Milljónir horfa á glimmersprengjuna

Mark Rober hefur undanfarna mánuði verið að fylgjast með pari sem gengur um hverfið og stelur pökkum fyrir utan útidyrnar hjá íbúum hverfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.