Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2019 09:00 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Smákökur úr Kvennafræðaranum - Aðventumolar Árna í Árdal Kvennafræðarinn eftir Elínu Briem kom út árið 1889 og var fyrsta matreiðslubókin sem náði almennri útbreiðslu á Íslandi. Samkvæmt Nönnu Rögnvaldardóttir gjörbreytti bókin í rauninni íslenskri matargerð en með henni koma dönsku húsmæðraskólaáhrifin fyrst fyrir augu almennings. Mælieiningar í bókinni eru í pundum (500 grömm), kvintum (5 grömm) og pelum (250 millilítrar) en hér eru sjö smákökuuppskriftir úr henni sem búið er að umbreyta í grömm og millilítra. Innihald Hefilspænir 4 egg, aðskilin 200 grömm sykur 1 teskeið sítrónudropar 100 grömm hveiti Sykurkringlur 500 grömm hveiti 250 grömm mjúkt smjör 100 grömm sykur 100 millilítrar nýmjólk Slegin egg til að pensla með Perlusykur Kanelhringir 500 grömm hveiti 100 grömm sykur 1 teskeið hjartarsalt 100 grömm mjúkt smjör 250 millilítrar mjólk Mjólk til að pensla með Kanilsykur Hnetur 500 grömm hveiti 150 grömm sykur 125 grömm mjúkt smjör 4 egg Gyðingakökur II 500 grömm hveiti 250 grömm sykur ½ hjartarsalt 250 grömm mjúkt smjör 2 egg 50 grömm hakkaðar möndlur Slegin egg til að pensla með Perlusykur Prinsessukökur 250 grömm mjúkt smjör 375 grömm sykur 5 egg 375 grömm hveiti 125 millilítrar nýmjólk Kúrenukökur 375 grömm mjúkt smjör 375 grömm sykur 6 egg, aðskilin 500 grömm hveiti 150 grömm kúrenur 100 grömm möndlur, skornar Perlusykur Leiðbeiningar Hefilspænir - Forhitið ofn í 175°C og takið til hinar ýmsu sleifar og kefli. Hrærið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan verður létt og ljós. Bætið þá sítrónudropunum og hveitinu saman við og hrærið vel saman. Stífþeytið eggjahvíturnar, hrærið þriðjunginn af þeim fyrst út í deigið og bætið svo við restinni. Smyrjið deigið þunnt út á smjörpappírsklædda bökunarplötu og bakið þar til kakan er orðin ljósgul. Skerið kökuna um leið í þumlungsþykkar ræmur. Nú þarf að hafa hraðar hendur því deigið má ekki stífna. Takið hverja ræmu og vefjið í kringum sleif eða kefli. Til að ræmurnar haldi lögun sinni þurfa þær að kólna svona uppvafðar. Ef ræmurnar verða of kaldar og stífar til að vefja þá er hægt að stinga ofnplötunni aftur inn í ofn í stutta stund til að lina þær. Sykurkringlur - Forhitið ofn í 175°C. Hrærið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Blandið smjörinu og mjólkinni saman við og hnoðið vel saman. Mótið litlar kúlur úr deiginu, rúllið þeim í lengjur og búið úr þeim litlar kringlur. Setjið kringlurnar á bökunarpappírsklædda bökunarplötu, penslið þær með eggi og þekið með perlusykri. Bakið þar til kringlurnar eru orðnar ljósbrúnar að lit. Kanelhringir - Forhitið ofn í 175°C. Hrærið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Blandið smjörinu og mjólkinni saman við og hnoðið vel saman. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði. Skerið út kökur með stóru glasi og notið síðan annað minna glas til að skera miðjuna úr þeim. Færið hringina yfir á bökunarpappírsklædda bökunarplötu, penslið með mjólk og stráið kanilsykri yfir. Bakið þar til hringirnir eru ljósbrúnir. Hnetur - Forhitið ofn í 175°C. Hrærið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Blandið smjörinu og eggjunum saman við og hnoðið vel saman. Skiptið deiginu í nokkra hluta og rúllið hverjum hluta í lengju sem er um 2 sentímetra þykk, á stærð við krónu. Skerið lengjuna í 2 sentímetra bita og færið yfir á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Bakið þar til bitarnir eru orðnir ljósbrúnir. Gyðingakökur II - Forhitið ofn í 175°C. Hrærið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Blandið smjörinu og eggjunum saman við og hnoðið vel saman. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði. Skerið út kökur með stóru glasi. Færið hringina yfir á bökunarpappírsklædda bökunarplötu og penslið með eggjum. Stráið perlusykri og möndlum yfir kökurnar og bakið þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Prinsessukökur - Forhitið ofn í 175°C. Blandið smjöri og sykri í stórri skál og þeytið þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið eggjunum við, einu í einu, og hrærið þar til hvert egg hefur samlagast smjörinu. Hrærið hveiti þá saman við og að lokum mjólkinni. Setjið um matskeið af deiginu á bökunarpappírsklædda bökunarplötu með um 5 sentímetra millibili. Bakið þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar. Kúrenukökur - Forhitið ofn í 175°C. Blandið smjöri og sykri í stórri skál og þeytið þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið eggjarauðunum við, einni í einu, og hrærið þar til hver eggjarauða hefur samlagast smjörinu. Hrærið hveitinu þá saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar, hrærið þriðjunginn af þeim fyrst út í deigið og bætið svo við restinni. Smyrjið deigið þunnt út á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Stráið kúrenunum jafnt í raðir með dálitlu millibili eftir endilöngu deiginu. Stráið þá möndlunum í raðir á milli kúrenanna og stráið perlusykri yfir allt deigið. Bakið þar til kakan er orðin ljósbrún. Skerið kökuna í ferhyrninga um leið og hún kemur úr ofninum þannig að hver kaka sé bæði með eitthvað af kúrenum og möndlum. Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Súkkulaðitrufflur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 12. desember 2019 09:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Grafnar rjúpur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 15. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Karamella Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 13. desember 2019 09:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Smákökur úr Kvennafræðaranum - Aðventumolar Árna í Árdal Kvennafræðarinn eftir Elínu Briem kom út árið 1889 og var fyrsta matreiðslubókin sem náði almennri útbreiðslu á Íslandi. Samkvæmt Nönnu Rögnvaldardóttir gjörbreytti bókin í rauninni íslenskri matargerð en með henni koma dönsku húsmæðraskólaáhrifin fyrst fyrir augu almennings. Mælieiningar í bókinni eru í pundum (500 grömm), kvintum (5 grömm) og pelum (250 millilítrar) en hér eru sjö smákökuuppskriftir úr henni sem búið er að umbreyta í grömm og millilítra. Innihald Hefilspænir 4 egg, aðskilin 200 grömm sykur 1 teskeið sítrónudropar 100 grömm hveiti Sykurkringlur 500 grömm hveiti 250 grömm mjúkt smjör 100 grömm sykur 100 millilítrar nýmjólk Slegin egg til að pensla með Perlusykur Kanelhringir 500 grömm hveiti 100 grömm sykur 1 teskeið hjartarsalt 100 grömm mjúkt smjör 250 millilítrar mjólk Mjólk til að pensla með Kanilsykur Hnetur 500 grömm hveiti 150 grömm sykur 125 grömm mjúkt smjör 4 egg Gyðingakökur II 500 grömm hveiti 250 grömm sykur ½ hjartarsalt 250 grömm mjúkt smjör 2 egg 50 grömm hakkaðar möndlur Slegin egg til að pensla með Perlusykur Prinsessukökur 250 grömm mjúkt smjör 375 grömm sykur 5 egg 375 grömm hveiti 125 millilítrar nýmjólk Kúrenukökur 375 grömm mjúkt smjör 375 grömm sykur 6 egg, aðskilin 500 grömm hveiti 150 grömm kúrenur 100 grömm möndlur, skornar Perlusykur Leiðbeiningar Hefilspænir - Forhitið ofn í 175°C og takið til hinar ýmsu sleifar og kefli. Hrærið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan verður létt og ljós. Bætið þá sítrónudropunum og hveitinu saman við og hrærið vel saman. Stífþeytið eggjahvíturnar, hrærið þriðjunginn af þeim fyrst út í deigið og bætið svo við restinni. Smyrjið deigið þunnt út á smjörpappírsklædda bökunarplötu og bakið þar til kakan er orðin ljósgul. Skerið kökuna um leið í þumlungsþykkar ræmur. Nú þarf að hafa hraðar hendur því deigið má ekki stífna. Takið hverja ræmu og vefjið í kringum sleif eða kefli. Til að ræmurnar haldi lögun sinni þurfa þær að kólna svona uppvafðar. Ef ræmurnar verða of kaldar og stífar til að vefja þá er hægt að stinga ofnplötunni aftur inn í ofn í stutta stund til að lina þær. Sykurkringlur - Forhitið ofn í 175°C. Hrærið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Blandið smjörinu og mjólkinni saman við og hnoðið vel saman. Mótið litlar kúlur úr deiginu, rúllið þeim í lengjur og búið úr þeim litlar kringlur. Setjið kringlurnar á bökunarpappírsklædda bökunarplötu, penslið þær með eggi og þekið með perlusykri. Bakið þar til kringlurnar eru orðnar ljósbrúnar að lit. Kanelhringir - Forhitið ofn í 175°C. Hrærið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Blandið smjörinu og mjólkinni saman við og hnoðið vel saman. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði. Skerið út kökur með stóru glasi og notið síðan annað minna glas til að skera miðjuna úr þeim. Færið hringina yfir á bökunarpappírsklædda bökunarplötu, penslið með mjólk og stráið kanilsykri yfir. Bakið þar til hringirnir eru ljósbrúnir. Hnetur - Forhitið ofn í 175°C. Hrærið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Blandið smjörinu og eggjunum saman við og hnoðið vel saman. Skiptið deiginu í nokkra hluta og rúllið hverjum hluta í lengju sem er um 2 sentímetra þykk, á stærð við krónu. Skerið lengjuna í 2 sentímetra bita og færið yfir á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Bakið þar til bitarnir eru orðnir ljósbrúnir. Gyðingakökur II - Forhitið ofn í 175°C. Hrærið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Blandið smjörinu og eggjunum saman við og hnoðið vel saman. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði. Skerið út kökur með stóru glasi. Færið hringina yfir á bökunarpappírsklædda bökunarplötu og penslið með eggjum. Stráið perlusykri og möndlum yfir kökurnar og bakið þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Prinsessukökur - Forhitið ofn í 175°C. Blandið smjöri og sykri í stórri skál og þeytið þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið eggjunum við, einu í einu, og hrærið þar til hvert egg hefur samlagast smjörinu. Hrærið hveiti þá saman við og að lokum mjólkinni. Setjið um matskeið af deiginu á bökunarpappírsklædda bökunarplötu með um 5 sentímetra millibili. Bakið þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar. Kúrenukökur - Forhitið ofn í 175°C. Blandið smjöri og sykri í stórri skál og þeytið þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið eggjarauðunum við, einni í einu, og hrærið þar til hver eggjarauða hefur samlagast smjörinu. Hrærið hveitinu þá saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar, hrærið þriðjunginn af þeim fyrst út í deigið og bætið svo við restinni. Smyrjið deigið þunnt út á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Stráið kúrenunum jafnt í raðir með dálitlu millibili eftir endilöngu deiginu. Stráið þá möndlunum í raðir á milli kúrenanna og stráið perlusykri yfir allt deigið. Bakið þar til kakan er orðin ljósbrún. Skerið kökuna í ferhyrninga um leið og hún kemur úr ofninum þannig að hver kaka sé bæði með eitthvað af kúrenum og möndlum.
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Súkkulaðitrufflur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 12. desember 2019 09:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Grafnar rjúpur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 15. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Karamella Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 13. desember 2019 09:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal: Súkkulaðitrufflur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 12. desember 2019 09:15
Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Grafnar rjúpur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 15. desember 2019 09:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Karamella Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 13. desember 2019 09:00