Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. desember 2019 22:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 15. desember sýnir hún hvernig á að gera jólatré úr spítuafgöngum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Eigum við að gera samning? Ég skal kenna ykkur að útbúa þetta ótrúlega flotta jólatré og þið látið uppáhalds málningarbúðina mína ekki vita að þegar ég bið þá um spýtur sem eru notaðar til að hræra í málningu, að þá er ég ekki að fara að mála. Samþykkt? Ég byrjaði á því að mæla spýturnar og saga (mundu, mæla tvisvar, saga einu sinni). Minnsta spýtan er 1 tomma, næsta 3 tommur, næsta 5, svo 7, 9 og stærsta spýtan 11 tommur. Ég vildi fá mjög daufan grænan lit fyrir greinarnar þannig að ég tók græna málningu, þynnti hana út með vatni, málaði spýturnar og þurrkaði svo af þeim með pappír áður en málningin náði að þorna. Ég bæsaði spýturnar sem ég notað fyrir búkinn á trénu. Þegar allt var orðið þurrt þá var komið að trélíminu og litlum klemmum. Ég límdi eina klemmu á minnstu greinina, tvær klemmur á næstu og svo koll af kolli. Svo límdi ég greinarnar á búkinn, ég notaði afgangs spýtu til að fá jafnt bil á milli greinanna. Ég keypti þessi ótrúlega krúttlegu viðarskrautmuni í Tiger og límdi þau hér og þar á klemmurnar á trénu. Núna vantaði mig stand fyrir tréð. Ég fór, ég leitaði og fann þennan viðarplatta sem ég hafði keypt fyrir mörgum mánuðum síðan og gleymt. Ég útbjó smá rák í hann með bor, setti trélím ofan í rákina og tréð ofan í rákina. Ég er svo hrifin af því hvernig þetta kom út. Þú getur notað þetta sem dagatal, sem jólaskraut, undir jólakortin eða bara hvað sem þú vilt. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 15. desember sýnir hún hvernig á að gera jólatré úr spítuafgöngum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Eigum við að gera samning? Ég skal kenna ykkur að útbúa þetta ótrúlega flotta jólatré og þið látið uppáhalds málningarbúðina mína ekki vita að þegar ég bið þá um spýtur sem eru notaðar til að hræra í málningu, að þá er ég ekki að fara að mála. Samþykkt? Ég byrjaði á því að mæla spýturnar og saga (mundu, mæla tvisvar, saga einu sinni). Minnsta spýtan er 1 tomma, næsta 3 tommur, næsta 5, svo 7, 9 og stærsta spýtan 11 tommur. Ég vildi fá mjög daufan grænan lit fyrir greinarnar þannig að ég tók græna málningu, þynnti hana út með vatni, málaði spýturnar og þurrkaði svo af þeim með pappír áður en málningin náði að þorna. Ég bæsaði spýturnar sem ég notað fyrir búkinn á trénu. Þegar allt var orðið þurrt þá var komið að trélíminu og litlum klemmum. Ég límdi eina klemmu á minnstu greinina, tvær klemmur á næstu og svo koll af kolli. Svo límdi ég greinarnar á búkinn, ég notaði afgangs spýtu til að fá jafnt bil á milli greinanna. Ég keypti þessi ótrúlega krúttlegu viðarskrautmuni í Tiger og límdi þau hér og þar á klemmurnar á trénu. Núna vantaði mig stand fyrir tréð. Ég fór, ég leitaði og fann þennan viðarplatta sem ég hafði keypt fyrir mörgum mánuðum síðan og gleymt. Ég útbjó smá rák í hann með bor, setti trélím ofan í rákina og tréð ofan í rákina. Ég er svo hrifin af því hvernig þetta kom út. Þú getur notað þetta sem dagatal, sem jólaskraut, undir jólakortin eða bara hvað sem þú vilt.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45