City kláraði Arsenal í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2019 18:15 Maður leiksins, Kevin De Bruyne. vísir/getty Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Arsenal að velli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 0-3, Englandsmeisturum City í vil. Öll þrjú mörkin komu í fyrri hálfleik. Kevin De Bruyne var í aðalhlutverki en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. De Bruyne kom City eftir eftir aðeins 89 sekúndur. Hann skoraði þá með góðu skoti eftir sendingu frá Gabriel Jesus. Á 15. mínútu skoraði Raheem Sterling annað mark City eftir skyndisókn og sendingu De Bruynes. Belginn skoraði svo þriðja mark City með nákvæmu vinstri fótar skoti fimm mínútum fyrir hálfleik. De Bruyne var nálægt því að skora sitt þriðja mark undir lok fyrri hálfleiks en Bernd Leno, markvörður Arsenal, varði frábærlega í stöng. Seinni hálfleikurinn var frekar tíðindalítill og fleiri urðu mörkin ekki. City er í 3. sæti deildarinnar með 35 stig, 14 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sætinu með 22 stig. Enski boltinn
Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Arsenal að velli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 0-3, Englandsmeisturum City í vil. Öll þrjú mörkin komu í fyrri hálfleik. Kevin De Bruyne var í aðalhlutverki en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. De Bruyne kom City eftir eftir aðeins 89 sekúndur. Hann skoraði þá með góðu skoti eftir sendingu frá Gabriel Jesus. Á 15. mínútu skoraði Raheem Sterling annað mark City eftir skyndisókn og sendingu De Bruynes. Belginn skoraði svo þriðja mark City með nákvæmu vinstri fótar skoti fimm mínútum fyrir hálfleik. De Bruyne var nálægt því að skora sitt þriðja mark undir lok fyrri hálfleiks en Bernd Leno, markvörður Arsenal, varði frábærlega í stöng. Seinni hálfleikurinn var frekar tíðindalítill og fleiri urðu mörkin ekki. City er í 3. sæti deildarinnar með 35 stig, 14 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sætinu með 22 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti