Handbolti

Ó­­vænt tap hjá Ljónunum, Ís­­lendingarnir magnaðir hjá Kristian­stad og annað tap Skjern í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur var funheitur í kvöld.
Ólafur var funheitur í kvöld. vísir/getty

Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo gerðu sér lítið fyrir og unnu fimm marka sigur á Rhein-Neckar Löwen, 30-25, er liðin mættust á heimavelli Lemgo í dag.

Bjarki Már komst ekki á blað hjá Lemgo en Alexander Petersson gerði fjögur mörk fyrir Ljónin. Lemgo er í 15. sætinu með tólf stig en Ljónin í 4. sætinu með 24. Kristján Andrésson stýrir Ljónunum.







Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað er Stuttgart vann þriggja marka sigur á Melsungen, 31-28, en Stuttgart er í 14. sætinu á meðan Melsungen er í því sjöunda.

Kiel tapaði með einu marki fyrir Fucshe Berlín á útivelli en Gísli Þorgeir Kristjánsson er enn á meiðslalistanum hjá Kiel. Kiel er nú tveimur stigum á eftir toppliði Flensburg sem Balingen fyrr í kvöld.

Oddur Grétarsson skoraði þrjú mörk en lokatölur urðu 32-25 sigur Flensburg. Balingen er í 12. sætinu með þrettán stig.







Alingsås er enn á toppi sænsku deildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Redbergslids, 25-27, en Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað hjá toppliðinu.

Ólafur Guðmundson og Teitur Örn Einarsson voru magnaðir er Kristianstad vann fjögurra marka sigur á Helsingborg, 29-25. Þeir gerðu sitthvor níu mörkin. Kristianstad er á milku skriði í 4. sætinu.







Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Savehof höfðu betur gegn Lugi, 27-25, en sænsku meistararnir í Savehof eru í 6. sætinu

Íslendingaliðið Skjern fékk tapaði öðrum leiknum í röð er liðið tapaði fyrir Holstebro í danska boltanum. Lokatölur 36-33.

Björgvin Páll Gústavsson náði sér ekki á strik í markinu og Elvar Örn Jónsson skoraði einungis eitt mark. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern. Skjern er í 3. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×