Norsku stelpurnar í undanúrslit en þær sænsku sátu eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 13:00 Norsku stelpurnar fagna sigri á HM í Japan. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru komin í undanúrslit á HM í Japan eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í dag. Þórir heldur því áfram að gera frábæra hluti með norska liðið sem á enn á ný möguleika á að vinna verðlaun á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins. Noregur vann leikinn 32-29 og sá til þess að Þýskaland komst ekki áfram í undanúrslitin. Noregur mætir Spáni í undanúrslitunum en Holland og Rússland spila síðan í hinum undanúrslitaleiknum. Norska liðinu nægði jafntefli en mátti alls ekki tapa. Jafntefli hefði einnig dugað þýsku stelpunum til að komast áfram. Í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum voru Holland, Noregur, Svíþjóð og Frakkland. Norsku stelpurnar hafa verið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þrjár HM-keppnir í röð og komist í úrslitaleikinn á þeim síðustu tveimur. Sænsku stelpurnar þurftu líka sigur í sínum leik til að komast í undanúrslitin en urðu að sætta sig við þriggja marka tap á móti Svartfjallalandi, 26-23. Tapleikir Svía og Þjóðverjar, sem hefðu komist í undanúrslit með sigri í lokaumferðinni, þýða að þau enda bæði í fjórða sætinu í sínum milliriðli og spila því um sjöunda sætið í keppninni. Kari Skaar Brattset var markahæst í norska liðinu með sex mörk en þær Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Rosberg Jacobsen skoruðu allar fimm mörk í leiknum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal var síðan kosin besti maður vallarins en auk fimm marka þá gaf hún 9 stoðsendingar. Markvörðurinn Silje Margaretha Solberg varð fjórtán skot í leiknum en mörg þeirra voru afar mikilvæg á lokakafla leiksins. Norska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og var 17-16 yfir í hálfleik. Liðið vann síðan fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks 5-1 og náði fimm marka forystu sem þær lifðu síðan á út leikinn.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:Milliriðill eitt Holland - Suður Kórea 40-33 Serbía - Danmörk 26-26 Noregur - ÞýskalandLokastaðan í milliriðli eitt: Noregur 8 Holland 6 Þýskaland 5 Serbía 4 Danmörk 4 Suður Kórea 2Milliriðill tvö Spánn - Rússland 26-36 Rúmenía - Japan 20-37 Svartfjallaland - SvíþjóðLokastaðan í milliriðli tvö: Rússland 10 Spánn 7 Svartfjallaland 6 Svíþjóð 5 Hapan 2 Rúmenía 0Undanúrslitin á HM í ár: Noregur - Spánn Rússland - HollandLeikur um fimta sætið: Serbía-SvartfjallalandLeikur um sjöunda sætið: Þýskaland-Svíþjóð Handbolti Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru komin í undanúrslit á HM í Japan eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í dag. Þórir heldur því áfram að gera frábæra hluti með norska liðið sem á enn á ný möguleika á að vinna verðlaun á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins. Noregur vann leikinn 32-29 og sá til þess að Þýskaland komst ekki áfram í undanúrslitin. Noregur mætir Spáni í undanúrslitunum en Holland og Rússland spila síðan í hinum undanúrslitaleiknum. Norska liðinu nægði jafntefli en mátti alls ekki tapa. Jafntefli hefði einnig dugað þýsku stelpunum til að komast áfram. Í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum voru Holland, Noregur, Svíþjóð og Frakkland. Norsku stelpurnar hafa verið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þrjár HM-keppnir í röð og komist í úrslitaleikinn á þeim síðustu tveimur. Sænsku stelpurnar þurftu líka sigur í sínum leik til að komast í undanúrslitin en urðu að sætta sig við þriggja marka tap á móti Svartfjallalandi, 26-23. Tapleikir Svía og Þjóðverjar, sem hefðu komist í undanúrslit með sigri í lokaumferðinni, þýða að þau enda bæði í fjórða sætinu í sínum milliriðli og spila því um sjöunda sætið í keppninni. Kari Skaar Brattset var markahæst í norska liðinu með sex mörk en þær Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Rosberg Jacobsen skoruðu allar fimm mörk í leiknum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal var síðan kosin besti maður vallarins en auk fimm marka þá gaf hún 9 stoðsendingar. Markvörðurinn Silje Margaretha Solberg varð fjórtán skot í leiknum en mörg þeirra voru afar mikilvæg á lokakafla leiksins. Norska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og var 17-16 yfir í hálfleik. Liðið vann síðan fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks 5-1 og náði fimm marka forystu sem þær lifðu síðan á út leikinn.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:Milliriðill eitt Holland - Suður Kórea 40-33 Serbía - Danmörk 26-26 Noregur - ÞýskalandLokastaðan í milliriðli eitt: Noregur 8 Holland 6 Þýskaland 5 Serbía 4 Danmörk 4 Suður Kórea 2Milliriðill tvö Spánn - Rússland 26-36 Rúmenía - Japan 20-37 Svartfjallaland - SvíþjóðLokastaðan í milliriðli tvö: Rússland 10 Spánn 7 Svartfjallaland 6 Svíþjóð 5 Hapan 2 Rúmenía 0Undanúrslitin á HM í ár: Noregur - Spánn Rússland - HollandLeikur um fimta sætið: Serbía-SvartfjallalandLeikur um sjöunda sætið: Þýskaland-Svíþjóð
Handbolti Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira