Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 09:01 Á meðal þess sem Michelle Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. Hann mun fara fram á lögbann á notkun flugfélags Michelle Ballarin á ýmsu kynningarefni sem hann telur sig hafa náð samkomulagi um að kaupa.Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins þar sem haft er eftir Engilberti Hafsteinssyni, fjárfesti og framkvæmdastjóra markaðssviðs WOW air á árunum 2014 til 2018 að hann telji það ótrúleg vinnubrögð af hálfu skiptastjóra þrotabúsins að selja „sama hlutinn tvisvar sinnum“. Þannig hafi Engilbert óskað eftir því að kaupa efni sem hann hafi ritað fyrir vef flugfélagsins og tímarit, auk myndbandsefnis. Starfsmaður þrotabúsins hafi staðfesti að Engilbert gæti keypt efnið og sagðist hafa fengið samþykki frá skiptastjóra. Reikningur hafi verið gefinn út fyrir kaupum Engilberts í september, skömmu eftir að greint var frá kaupum US Areospace Associates, félagi Ballarin, á helstu eignum þrotabús WOW air. Í Markaðinum kemur fram að síðar hafi komið í ljós að þrotabúið hafi selt það sem Engilbert taldi sig hafa keypt til félags Ballarin. Er haft eftir honum að hann muni krefjast lögbanns noti félagið það kynningarefni sem Engilbert telur sig hafa keypt, auk þess sem hann skorar á skiptastjóra þrotabúsins að afhenda efnið. Ella muni hann vísa ágreiningnum til héraðsdóms. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30 „Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. Hann mun fara fram á lögbann á notkun flugfélags Michelle Ballarin á ýmsu kynningarefni sem hann telur sig hafa náð samkomulagi um að kaupa.Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins þar sem haft er eftir Engilberti Hafsteinssyni, fjárfesti og framkvæmdastjóra markaðssviðs WOW air á árunum 2014 til 2018 að hann telji það ótrúleg vinnubrögð af hálfu skiptastjóra þrotabúsins að selja „sama hlutinn tvisvar sinnum“. Þannig hafi Engilbert óskað eftir því að kaupa efni sem hann hafi ritað fyrir vef flugfélagsins og tímarit, auk myndbandsefnis. Starfsmaður þrotabúsins hafi staðfesti að Engilbert gæti keypt efnið og sagðist hafa fengið samþykki frá skiptastjóra. Reikningur hafi verið gefinn út fyrir kaupum Engilberts í september, skömmu eftir að greint var frá kaupum US Areospace Associates, félagi Ballarin, á helstu eignum þrotabús WOW air. Í Markaðinum kemur fram að síðar hafi komið í ljós að þrotabúið hafi selt það sem Engilbert taldi sig hafa keypt til félags Ballarin. Er haft eftir honum að hann muni krefjast lögbanns noti félagið það kynningarefni sem Engilbert telur sig hafa keypt, auk þess sem hann skorar á skiptastjóra þrotabúsins að afhenda efnið. Ella muni hann vísa ágreiningnum til héraðsdóms.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30 „Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30
„Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20
Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19
3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43