Ungt fólk í brenndepli á degi mannréttinda Heimsljós kynnir 10. desember 2019 12:30 Sameinuðu þjóðirnar beina athyglinni að þátttöku ungs fólks í mannréttindamálum. Mynd: SÞ Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, heiðra Sameinuðu þjóðirnar ungt fólk með átaki sem hefur yfirskriftina „Ungt fólk rís upp í þágu mannréttinda.“ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu að samtökin fagni mikilvægu hlutverki ungs fólks við að gæða mannréttindi nýju lífi. „Ungt fólk um allan heim gengur fylktu liði, skipuleggur sig og lætur í sér heyra um réttinn til heilbrigðs umhverfis, um réttindi kvenna og stúlkna, um réttinn til að taka þátt í ákvörðunum og fyrir tjáningarfrelsi. Það fylkir liði um réttinn til að lifa í friði, fyrir réttlæti og fyrir jöfnum tækifærum,” segir Guterres. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) verður í dag kastljósi beint að ungu fólki sem jákvæðu breytingaafli og leitast verður við að láta raddir þeirra heyrast og virkja sem flesta í þágu verndar réttinda. Átakinu er ætlað að efla og hvetja ungt fólk og sýna hvernig ungt fólk um allan heim hefur risið upp í þágu réttinda og barist gegn kynþáttahatri, hatursorðræðu, einelti, mismunun og loftslagsbreytingum, svo dæmi séu nefnd. Á næstu tveimur vikum beinir átakið, sem er á vegum embættis Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, kastljósinu að forystuhlutverki unga fólksins til að gefa röddum þeirra meira vægi og sýna hvernig það starfar í þágu mannréttinda. „Það er mjög viðeigandi að við skulum halda upp á mannréttindaginn meðan loftslagsráðstefnan í Madríd ræðir réttlæti í loftslagsmálum,” segir Michelle Bachelet Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við eigum milljónum barna, unglinga og ungmenna skuld að gjalda. Þau hafa risið upp og látið sífellt meira í sér heyra um þá vá sem jörðin stendur frammi fyrir. Þetta unga fólk er réttilega að benda á að það er framtíð þeirra sjálfra sem er í veði og framtíð ófæddra kynslóða.” Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru 1,2 milljarðar jarðarbúa á aldrinum 15-24 ára eða sjötti hver einstaklingur. Fleiri unglingar og ungmenni eru nú á lífi en nokkru sinni fyrr í sögu mannsins. Í frétt UNRIC segir að unga fólkið sé almennt betur menntuð og heilbrigðara en nokkru sinni og það hafi betri aðgang að tækni og upplýsingum – sem nýta megi í þágu mannréttinda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent
Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, heiðra Sameinuðu þjóðirnar ungt fólk með átaki sem hefur yfirskriftina „Ungt fólk rís upp í þágu mannréttinda.“ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu að samtökin fagni mikilvægu hlutverki ungs fólks við að gæða mannréttindi nýju lífi. „Ungt fólk um allan heim gengur fylktu liði, skipuleggur sig og lætur í sér heyra um réttinn til heilbrigðs umhverfis, um réttindi kvenna og stúlkna, um réttinn til að taka þátt í ákvörðunum og fyrir tjáningarfrelsi. Það fylkir liði um réttinn til að lifa í friði, fyrir réttlæti og fyrir jöfnum tækifærum,” segir Guterres. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) verður í dag kastljósi beint að ungu fólki sem jákvæðu breytingaafli og leitast verður við að láta raddir þeirra heyrast og virkja sem flesta í þágu verndar réttinda. Átakinu er ætlað að efla og hvetja ungt fólk og sýna hvernig ungt fólk um allan heim hefur risið upp í þágu réttinda og barist gegn kynþáttahatri, hatursorðræðu, einelti, mismunun og loftslagsbreytingum, svo dæmi séu nefnd. Á næstu tveimur vikum beinir átakið, sem er á vegum embættis Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, kastljósinu að forystuhlutverki unga fólksins til að gefa röddum þeirra meira vægi og sýna hvernig það starfar í þágu mannréttinda. „Það er mjög viðeigandi að við skulum halda upp á mannréttindaginn meðan loftslagsráðstefnan í Madríd ræðir réttlæti í loftslagsmálum,” segir Michelle Bachelet Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við eigum milljónum barna, unglinga og ungmenna skuld að gjalda. Þau hafa risið upp og látið sífellt meira í sér heyra um þá vá sem jörðin stendur frammi fyrir. Þetta unga fólk er réttilega að benda á að það er framtíð þeirra sjálfra sem er í veði og framtíð ófæddra kynslóða.” Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru 1,2 milljarðar jarðarbúa á aldrinum 15-24 ára eða sjötti hver einstaklingur. Fleiri unglingar og ungmenni eru nú á lífi en nokkru sinni fyrr í sögu mannsins. Í frétt UNRIC segir að unga fólkið sé almennt betur menntuð og heilbrigðara en nokkru sinni og það hafi betri aðgang að tækni og upplýsingum – sem nýta megi í þágu mannréttinda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent