Gylfi átti þátt í sigurmarki Everton gegn Burnley Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. desember 2019 16:45 Calvert-Lewin fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty Everton vann 1-0 sigur á Burnley í fyrsta leiknum undir stjórn Carlos Ancelotti í dag. Dominic Calvert-Lewin skoraði eina mark leiksins á 80. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson vann þá boltann, kom honum á Djibril Sidibé sem sendi fyrir á Calvert-Lewin sem kastaði sér fram og skallaði í stöng og inn. Everton var talsvert sterkari aðilinn en það tók heimamenn tíma að brjóta sterka vörn gestanna á bak aftur. Gylfi lék allan leikinn fyrir Everton sem er komið upp í 13. sæti deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu 22 mínúturnar fyrir Burnley. Þetta var fyrsti leikur hans fyrir liðið síðan 5. október. Burnley er í 12. sæti deildarinnar. Enski boltinn
Everton vann 1-0 sigur á Burnley í fyrsta leiknum undir stjórn Carlos Ancelotti í dag. Dominic Calvert-Lewin skoraði eina mark leiksins á 80. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson vann þá boltann, kom honum á Djibril Sidibé sem sendi fyrir á Calvert-Lewin sem kastaði sér fram og skallaði í stöng og inn. Everton var talsvert sterkari aðilinn en það tók heimamenn tíma að brjóta sterka vörn gestanna á bak aftur. Gylfi lék allan leikinn fyrir Everton sem er komið upp í 13. sæti deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu 22 mínúturnar fyrir Burnley. Þetta var fyrsti leikur hans fyrir liðið síðan 5. október. Burnley er í 12. sæti deildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti