Sara og Björgvin óstöðvandi saman CrossFit móti á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 09:00 Sara Sigmundsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Leonardo Grottino mynduðu saman liðið "TeamFoodspring.“ Mynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu. Sara og Björgvin Karl stoppuðu á Ítalíu á leið sinni heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á Dubai CrossFit Championship þar sem Sara fagnaði glæsilegum sigri en Björgvin varð í fjórða sæti. Mótið heitir Fallseries Throwdown og er elsta CrossFit mót Ítalíu en það hefur farið fram frá árinu 2012. Fyrir fram lítur lið með Björgvin Karl Guðmundsson og Söru Sigmundsdóttur afar vel út og að auki höfðu þau efnilegasta Ítalann, Leonardo Grottino, með sér í liði. Hann er aðeins sautján ára gamall en stóð sig mjög vel. Þau þrjú kepptu undir merkjum „TeamFoodspring“ en öll eru þau á samning hjá næringavöru framleiðandanum Foodspring. Það er óhætt að fullyrða að lið Söru og Björgvins hafi rústað þessu CrossFit móti á Ítalíu. Liðið endaði með 10 stig úr átta greinum þar sem markmiðið var að vera með sem lægst stig. Lið Söru og Björgvin vann sex af átta greinum í Elítu keppni liða og endaði síðan í öðru sæti í hinum tveimur greinunum. Næsta lið á eftir var lið „Marta Piu Due“ sem fékk 35 stig. Marta Piu Due liðið náði þrisvar öðru sæti en var neðar en það í hinum fimm greinunum. Liðið sem endaði í þriðja sæti, „Stranger Things“ náði heldur ekki að vinna grein en endaði með 39 stig eftir að hafa náð öðru sæti í tveimur greinum. Eina liðið sem náði að vinna grein á móti liði Söru og Björgvins var liðið „I Gomorroidi“ sem varð engu að síður að sætta sig við fimmta sætið þrátt fyrir að hafa unnið tvær greinar í keppninni. CrossFit Tengdar fréttir Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00 Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30 Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00 Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu. Sara og Björgvin Karl stoppuðu á Ítalíu á leið sinni heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á Dubai CrossFit Championship þar sem Sara fagnaði glæsilegum sigri en Björgvin varð í fjórða sæti. Mótið heitir Fallseries Throwdown og er elsta CrossFit mót Ítalíu en það hefur farið fram frá árinu 2012. Fyrir fram lítur lið með Björgvin Karl Guðmundsson og Söru Sigmundsdóttur afar vel út og að auki höfðu þau efnilegasta Ítalann, Leonardo Grottino, með sér í liði. Hann er aðeins sautján ára gamall en stóð sig mjög vel. Þau þrjú kepptu undir merkjum „TeamFoodspring“ en öll eru þau á samning hjá næringavöru framleiðandanum Foodspring. Það er óhætt að fullyrða að lið Söru og Björgvins hafi rústað þessu CrossFit móti á Ítalíu. Liðið endaði með 10 stig úr átta greinum þar sem markmiðið var að vera með sem lægst stig. Lið Söru og Björgvin vann sex af átta greinum í Elítu keppni liða og endaði síðan í öðru sæti í hinum tveimur greinunum. Næsta lið á eftir var lið „Marta Piu Due“ sem fékk 35 stig. Marta Piu Due liðið náði þrisvar öðru sæti en var neðar en það í hinum fimm greinunum. Liðið sem endaði í þriðja sæti, „Stranger Things“ náði heldur ekki að vinna grein en endaði með 39 stig eftir að hafa náð öðru sæti í tveimur greinum. Eina liðið sem náði að vinna grein á móti liði Söru og Björgvins var liðið „I Gomorroidi“ sem varð engu að síður að sætta sig við fimmta sætið þrátt fyrir að hafa unnið tvær greinar í keppninni.
CrossFit Tengdar fréttir Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00 Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30 Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00 Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00
Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30
Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00
Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30