Konungshöllin staðfesti á föstudag að Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, séu í fríi í Kanada um þessar mundir eftir annasamt ár. Nú ætli þau að nýta fríið til þess að eyða tíma saman og með syni þeirra Archie, sem er sjö mánaða gamall.
Markle var áður búsett í Kanada í um það bil sjö ár þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Suits fóru fram og hún fór með eitt aðalhlutverka í. Í tilkynningu frá höllinni segir að ákvörðunin um að fara til Kanada sýni fram á sterk Bretlands og Kanada og hlýhug hjónanna til landsins.
Áður hafði verið gefið út að hjónin hefðu í hyggju að taka sér sex vikna frí fram að áramótum eftir þétta dagskrá undanfarið ár. Þá hafði einnig verið greint frá því að mikil öryggisgæsla í kringum þær heimsóknir hafi reynst þeim þungbær.
Fjölskyldan mun því ekki taka þátt í hátíðarhöldum í Sandringham sveitasetrinu með öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar líkt og hjónin hafa gert undanfarin tvö jól. Af öryggisástæðum var ekki farið nánar út í hvað fjölskyldan hyggst gera í fríi sínu.
Hertogahjónin af Sussex eyða jólunum í Kanada
Tengdar fréttir
Opinská viðtöl Harry og Meghan „algjört stórslys“
Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag.
Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar.
Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali
Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði.