Sport

Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC snemma á laugardagsmorgni

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Edgar og Jung í vigtuninni fyrir bardagann.
Edgar og Jung í vigtuninni fyrir bardagann. Vísir/Getty

Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC fer fram í Suður-Kóreu á laugardaginn. Bardagarnir byrja snemma en heimamaðurinn Chan Sung Jung mætir Frankie Edgar í aðalbardaga kvöldsins.

Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie, er stjarna bardagakvöldsins enda á heimavelli. Upphaflega átti Brian Ortega að mæta Jung í aðalbardaga kvöldisns en því miður meiddist Ortega.

Inn kemur Frankie Edgar sem er orðinn 38 ára og tapaði síðast fyrir Max Holloway um fjaðurvigtartitilinn. Edgar ætlaði reyndar að fara niður í bantamvigt í fyrsta sinn og átti að mæta Cory Sandhagen í janúar en gat ekki hafnað þessu tækifæri.

Þegar Jung vantaði andstæðing stökk Edgar inn. Edgar sér margt líkt með sér og Jung og telur þetta vera skemmtilegt tækifæri. Þeir Edgar og Jung átti síðan að mætast í nóvember í fyrra áður en Edgar meiddist og áttu þeir alltaf eftir að klára sín mál.

Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport 4 en bein útsending hefst kl. 10 á laugardagsmorgni.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×