Lífið

Spot komið með vínveitingaleyfi og áramótaballi Palla bjargað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar treður upp á Spot annað kvöld.
Páll Óskar treður upp á Spot annað kvöld. vísir/vilhelm/egill

„Nýjustu fréttir. Sýslumaðurinn í Kópavogi gaf Spot vínveitingaleyfi núna rétt í þessu. Áramótaballið mitt er ON.“

Þetta segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson í færslu á Facebook en áramótaball hans á Spot var allt í einu í uppnámi í gær þegar Spot í Kópavoginum var lokað vegna útrunnins vínveitingaleyfis.

Miða var komið fyrir á hurð Spot í gær þar sem stóð að staðnum hafi verið lokað vegna „óviðráðanlegra ástæðna“.

Vínveitingaleyfi Spot rann út 19.desember síðastliðinn.

„Nú verður stillt upp hljóðkerfi og ljósum og Palla-skreytingum það sem eftir lifir dags. Þeir sem vilja fagna nýjum áratug með mér eru hjartanlega velkomnir á Spot. Árni á Spot á engar þakkir skildar fyrir sína eigin handvömm. Aftur á móti sendi ég kærar kveðjur til sýslumannsins í Kópavogi. Takk fyrir að bjarga ballinu. Gleðilegt ár. Páll Óskar.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.