Lífið

Ítalskur höfundur stærsta jólasmells Íslendinga himinlifandi með viðtökurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ef ég nenni er í uppáhaldi hjá mörgum Íslendingnum en Helgi Björnsson tekur oft á tíðum lagið á þessum árstíma.
Ef ég nenni er í uppáhaldi hjá mörgum Íslendingnum en Helgi Björnsson tekur oft á tíðum lagið á þessum árstíma.

Ítalir virðast hafa áttað sig á því að nokkrar íslenskar jólaperlur séu í raun ítalskar.

Miðillinn Corriere greinir frá þessari uppgötvun á síðu sinni en mbl greinir fyrst frá málinu af íslenskum miðlum.

Það var blaðamaðurinn Leonardo Piccione sem kom umræðunni af stað.

Á mbl.is kemur fram að Piccione dvelji í nokkra mánuði á ári hér á landi og hefur hann meðal annars unnið á Cape Hotel á Húsavík.

Íslensku jólalögin Ég hlakka svo til, Þú og ég og jól, Þú komst með jólin til mín og Ef ég nenni eru öll upprunalega ítölsk lög.

Á frummálinu kallst Ef ég nenni Cosi Celeste og er eftir ítalska tónlistarmanninn Zucchero Fornaciari. Hann virðist vera himinlifandi með gengi lagsins hér á landi.

Lagið Cosi Celeste í flutningi Zucchero má heyra hér að neðan.

Hér er síðan útgáfa Helga Björns. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.