Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 14:00 Michele Ballarin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, hefur fest kaup á eignum þrotabús WOW air. Félagið verður með bandarísk flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Ballarin gefur ekkert upp um kaupverðið en segir að flugmenn og flugfólk WOW air verði að einhverju leyti endurráðið. „Hvernig er hægt að vera án þessara stórkostlegu flugfreyja,“ sagði Ballarin á blaðamannafundi þar sem hún var með fjólubláan augnskugga og varalit í sama lit. Fyrsta flugið er áformað á milli Dulles-flugvallar í Washington og Keflavíkurflugvallar í október. Flugfélagið mun einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi en auk þess vill Ballarin bæta gæði matar sem farþegum bjóðist til boða um borð.Ráðfærir sig við Michelin-stjörnukokk Ballarin hélt blaðamannafund á Grillinu á Hótel Sögu í Reykjavík en þar sagðist hún vilja bæta mat og næringarinnihald matarins sem boðið er upp um borð í vélum WOW air. Hún segir mikilvægt að gera flug skemmtileg á ný og vinnur nú með Michelin-stjörnukokki til að bæta matarupplifun farþega WOW. Á blaðamannafundinum greindi Ballarin frá því að hún ætlaði ekki að gefa upp kaupverðið en sagðist hafa tryggt milljónir Bandaríkjadala í verkefnið. Hafnaði Ballarin því að vörumerki WOW væri gölluð vara. Hún taldi fólk sakna þess að stíga um borð í fjólubláa vél í Keflavík og sagðist sjálf sakna þess. Óvíst hversu margir frá gamla WOW verða ráðnir Þá greindi hún frá því að hún muni notast bæði við farþegaþotur frá Airbus og Boeing. Ætlar Ballarin að byrja að gera út tvær flugvélar og vill fara varlega af stað. Standa vonir til að vélarnir verði orðnar fjórar næsta sumar en hún segir mikilvægt að þær verði ekki fleiri en tíu til tólf. Ballarin sagðist vilja halda flugmiðaverði í lágmarki og sagði að marga þurfi til að reka flugfélagið. Hún sagðist þó eiga enn eftir að ákveða hversu marga starfsmenn úr gamla WOW air hún hyggist ráða.Leggja áherslu á vöruflutninga Stjórnendateymi hins nýja flugreksturs leggur mikla áherslu á þátt vöruflutninga í starfseminniþBallarin sagðist sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli.VísirUSAerospace er bandarískt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í fluggeiranum. Innan félagsins er sögð víðfeðm þekking og umtalsverð reynsla í flugrekstri, viðhalds- og viðgerðarþjónustu, breytingum og endurnýjun innréttinga og búnaðar í flugvélum og sérhæfðri flugvélaverkfræðitengdri ráðgjöf til flugvélaframleiðenda um frumhönnun og framleiðsluþróun nýs tækjabúnaðar, starfsmannaráðningum og fleira. USAerospace er sagt tengjast viðamiklu alþjóðlegu farþegaflugi auk vöruflutningaflugs bæði innanlands í Bandaríkjunum og á milli landa.Með skrifstofu í Reykjavík Stærsti hluthafi USAerospace og stjórnarformaður félagsins er Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin eins og hún er jafnan kölluð. Hún verður einnig stjórnarformaður WOW air AIR LLC. Félagið verður staðsett á Washington Dulles alþjóðaflugvellinum með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Í stjórnendateymi WOW verður meðal annarra Charles Celli, sem er rekstrarstjóri hjá USAerospace. Hann er sagður hafa aflað sér víðtækrar reynslu í fluggeiranum í meira en fjörutíu ár, meðal annars í mismunandi stjórnunarstöðum hjá McDonnel Douglas, Boeing, General Dynamic Aeorspace, GDC Technics og Gulfstream Aerospace Corporation. „Endurvakinn flugrekstur WOW skiptir almenning á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum miklu máli og mun efla bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl á milli Reykjavíkur og Washington. Við hyggjumst auka umsvifin í farþegafluginu með fleiri flugvélum áður en sumarið heilsar okkur. Frá fyrsta degi í vöruflutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruflutninga með ferskt sjávarfang á Bandaríkjamarkað,“ er haft eftir Ballarin í tilkynningunni.
Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, hefur fest kaup á eignum þrotabús WOW air. Félagið verður með bandarísk flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Ballarin gefur ekkert upp um kaupverðið en segir að flugmenn og flugfólk WOW air verði að einhverju leyti endurráðið. „Hvernig er hægt að vera án þessara stórkostlegu flugfreyja,“ sagði Ballarin á blaðamannafundi þar sem hún var með fjólubláan augnskugga og varalit í sama lit. Fyrsta flugið er áformað á milli Dulles-flugvallar í Washington og Keflavíkurflugvallar í október. Flugfélagið mun einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi en auk þess vill Ballarin bæta gæði matar sem farþegum bjóðist til boða um borð.Ráðfærir sig við Michelin-stjörnukokk Ballarin hélt blaðamannafund á Grillinu á Hótel Sögu í Reykjavík en þar sagðist hún vilja bæta mat og næringarinnihald matarins sem boðið er upp um borð í vélum WOW air. Hún segir mikilvægt að gera flug skemmtileg á ný og vinnur nú með Michelin-stjörnukokki til að bæta matarupplifun farþega WOW. Á blaðamannafundinum greindi Ballarin frá því að hún ætlaði ekki að gefa upp kaupverðið en sagðist hafa tryggt milljónir Bandaríkjadala í verkefnið. Hafnaði Ballarin því að vörumerki WOW væri gölluð vara. Hún taldi fólk sakna þess að stíga um borð í fjólubláa vél í Keflavík og sagðist sjálf sakna þess. Óvíst hversu margir frá gamla WOW verða ráðnir Þá greindi hún frá því að hún muni notast bæði við farþegaþotur frá Airbus og Boeing. Ætlar Ballarin að byrja að gera út tvær flugvélar og vill fara varlega af stað. Standa vonir til að vélarnir verði orðnar fjórar næsta sumar en hún segir mikilvægt að þær verði ekki fleiri en tíu til tólf. Ballarin sagðist vilja halda flugmiðaverði í lágmarki og sagði að marga þurfi til að reka flugfélagið. Hún sagðist þó eiga enn eftir að ákveða hversu marga starfsmenn úr gamla WOW air hún hyggist ráða.Leggja áherslu á vöruflutninga Stjórnendateymi hins nýja flugreksturs leggur mikla áherslu á þátt vöruflutninga í starfseminniþBallarin sagðist sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli.VísirUSAerospace er bandarískt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í fluggeiranum. Innan félagsins er sögð víðfeðm þekking og umtalsverð reynsla í flugrekstri, viðhalds- og viðgerðarþjónustu, breytingum og endurnýjun innréttinga og búnaðar í flugvélum og sérhæfðri flugvélaverkfræðitengdri ráðgjöf til flugvélaframleiðenda um frumhönnun og framleiðsluþróun nýs tækjabúnaðar, starfsmannaráðningum og fleira. USAerospace er sagt tengjast viðamiklu alþjóðlegu farþegaflugi auk vöruflutningaflugs bæði innanlands í Bandaríkjunum og á milli landa.Með skrifstofu í Reykjavík Stærsti hluthafi USAerospace og stjórnarformaður félagsins er Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin eins og hún er jafnan kölluð. Hún verður einnig stjórnarformaður WOW air AIR LLC. Félagið verður staðsett á Washington Dulles alþjóðaflugvellinum með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Í stjórnendateymi WOW verður meðal annarra Charles Celli, sem er rekstrarstjóri hjá USAerospace. Hann er sagður hafa aflað sér víðtækrar reynslu í fluggeiranum í meira en fjörutíu ár, meðal annars í mismunandi stjórnunarstöðum hjá McDonnel Douglas, Boeing, General Dynamic Aeorspace, GDC Technics og Gulfstream Aerospace Corporation. „Endurvakinn flugrekstur WOW skiptir almenning á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum miklu máli og mun efla bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl á milli Reykjavíkur og Washington. Við hyggjumst auka umsvifin í farþegafluginu með fleiri flugvélum áður en sumarið heilsar okkur. Frá fyrsta degi í vöruflutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruflutninga með ferskt sjávarfang á Bandaríkjamarkað,“ er haft eftir Ballarin í tilkynningunni.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira