Sjáðu myndbandið þegar Conor McGregor slær eldri mann eftir rifrildi á bar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 15:15 Conor McGregor. Getty/John W. McDonough Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan búrsins og enn eitt dæmið um það voru samskipti hans og eldri manns á bar í Dyflinni á Írlandi í apríl síðastliðnum. Það fréttist á sínum tíma að mál Conor McGregor og mannsins væri í rannsókn en nú hefur myndband af atvikinu verið gert opinbert. TMZ Sports birti myndband úr eftirlitsmyndavél á barnum en þar mátti sjá samskipti Conor McGregor og mannsins sem vildi ekki drekka vískí McGregor. Eldri maðurinn sést fyrst neita tvisvar sinnum þegar Conor McGregor smellir vískiglasi fyrir framan hann. Hann færir glasið strax í burtu. Conor McGregor hafði þarna mætt höfðingjalegur inn á barinn og boðið að kaupa vískistaup af sínu viskíi, Proper 12, fyrir gesti barsins. Eldri maðurinn er harður á því að vilja ekki þiggja boð Conor McGregor. Það endar síðan með að Conor slær hann í hausinn áður en fylgdarsveinar Írans draga hann í burtu. TMZ Sports hafði áður fjallað um atvikið og fengið þá að vita að lögreglan væri að rannsaka þetta mál. Lögreglan hafði þá fengið að sjá myndbandið. Blaðamenn TMZ Sports fór að kanna málið aftur nokkrum mánuðum síðar og komust þá að því að McGregor hefði aldrei fengið á sig kæru vegna atviksins. TMZ Sports ákvað því að birta myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.Það er ekki búist við því að þetta myndbandi hafi þó mikil áhrif á feril Conor McGregor. Það er enn verið að bíða eftir að hann semji við Dana White, forseta UFC, um endurkomu í búrið. Dana White hefur talað um möguleika á bardaga á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardagar Anthony Pettis og Nate Diaz um næstu helgi sem og bardagi Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier í næsta mánuði gæti haft eitthvað með það að segja hvort Conor McGregor snúi aftur inn í búrið á næstu misserum. Írland MMA Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan búrsins og enn eitt dæmið um það voru samskipti hans og eldri manns á bar í Dyflinni á Írlandi í apríl síðastliðnum. Það fréttist á sínum tíma að mál Conor McGregor og mannsins væri í rannsókn en nú hefur myndband af atvikinu verið gert opinbert. TMZ Sports birti myndband úr eftirlitsmyndavél á barnum en þar mátti sjá samskipti Conor McGregor og mannsins sem vildi ekki drekka vískí McGregor. Eldri maðurinn sést fyrst neita tvisvar sinnum þegar Conor McGregor smellir vískiglasi fyrir framan hann. Hann færir glasið strax í burtu. Conor McGregor hafði þarna mætt höfðingjalegur inn á barinn og boðið að kaupa vískistaup af sínu viskíi, Proper 12, fyrir gesti barsins. Eldri maðurinn er harður á því að vilja ekki þiggja boð Conor McGregor. Það endar síðan með að Conor slær hann í hausinn áður en fylgdarsveinar Írans draga hann í burtu. TMZ Sports hafði áður fjallað um atvikið og fengið þá að vita að lögreglan væri að rannsaka þetta mál. Lögreglan hafði þá fengið að sjá myndbandið. Blaðamenn TMZ Sports fór að kanna málið aftur nokkrum mánuðum síðar og komust þá að því að McGregor hefði aldrei fengið á sig kæru vegna atviksins. TMZ Sports ákvað því að birta myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.Það er ekki búist við því að þetta myndbandi hafi þó mikil áhrif á feril Conor McGregor. Það er enn verið að bíða eftir að hann semji við Dana White, forseta UFC, um endurkomu í búrið. Dana White hefur talað um möguleika á bardaga á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardagar Anthony Pettis og Nate Diaz um næstu helgi sem og bardagi Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier í næsta mánuði gæti haft eitthvað með það að segja hvort Conor McGregor snúi aftur inn í búrið á næstu misserum.
Írland MMA Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira